Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 68

Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 68
68 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 O ttó A u g lýsin g astofa teppaflísar Sterkar og einfaldar í lögn FLOORING SYSTEMS SÍÐUMÚLA 14 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 510 5510 Ég held að ég stingi hausnum í sandinn og afneiti því að ég sé orð-inn fertugur,“ segir Rökkvi Vésteinsson, leiðsögumaður oguppistandari, en hann á 40 ára afmæli í dag. „Þessi störf styrkja hvort annað enda snúast þau bæði um að vera skemmtikraft- ur.“ Rökkvi starfar aðallega hjá Bustravel.is og er í dagsferðum í rútum og hefur einnig aðeins verið í gönguleiðsögnum. Næsta uppistand hjá honum er síðan á Akranesi á laugardaginn. „Ég er að spá í að kalla það Fertugur fauskur að reyna að vera fyndinn. Ég man að ég talaði um fertugt fólk sem gamalt og nú er ég orðinn fertugur en hef ekki þrosk- ast eins mikið og ég hélt að ég myndi gera. Ég er síðan hægt og rólega að byrja með „podcast“-þætti, en ég er nýhættur með útvarpsþátt sem ég var með í tvö ár. Þar ætla ég að henda fram alls konar skoðunum á krassandi hátt sem maður mundi ekki geta gert á hvaða útvarpsstöð sem er.“ Rökkvi er síðan á leið til Montréal þar sem hann hóf uppistands- ferilinn sinnaf einhverju viti. „Þar tók ég þátt í uppistandskeppnum, en þetta var miklu meira stökk en ég hélt að vera með uppistand á ensku. Síðan hef ég verið með uppistand á þýsku, sænsku og dönsku, ég var t.d. með uppistand á dönsku á Grænlandi í fyrra og nú er ég orðinn tungumálanörd í uppistandi. Það er samt alltaf erfitt að vera með uppi- stand á þýsku. Það er sagt að Þjóðverjar séu ekki fyndnir, en ég held að það sé erfiðara að vera fyndinn á þýsku. Þýskan er svo „strúkteruð“.“ Eiginkona Rökkva er Anne Steinbrenner ferðaskipuleggjandi og dætur þeirra eru Laufey 8 ára og Embla 6 ára. Á sviði Rökkvi verður með uppistand í Dularfullu búðinni á Akranesi laugardaginn 24 mars n.k. og mun þá m.a fjalla um þennan háa aldur. Með uppistand á ýmsum tungumálum Rökkvi Vésteinsson er fertugur í dag M agnea Kristín Mar- inósdóttir fæddist á Akureyri 22.3. 1968. Hún ólst þar upp og var í sveit á sumrin hjá ömmu sinni, Magneu Kristínu Sig- urðardóttur, á Hóli í Köldukinn. Magnea var í Barnaskóla og Gagn- fræðaskóla Akureyrar. Hún lauk stúdentsprófi frá MA 1988, BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og Kaupmannahafnarháskóla 1995, námskeiðum í opinberri stjórnsýslu og stjórnun við Endurmennt- unarstofnun HÍ 1997 og í al- þjóðalögum við HÍ 2001, og meist- araprófi í átaka- og friðarfræðum við School of Foreign Service í George- town-háskóla, Washington DC, 2004. Til námsins hlaut hún Fulbright-styrk og styrk frá samtökum bandarískra háskólakvenna (International Fel- lowship of the American Association of University Women) auk styrks til að gera rannsókn á aðgerðum til að stemma stigu við kynbundnu ofbeldi í flóttamannabúðum í Tansaníu frá the Institute for the Study of Int- ernational Migration. Magnea hefur auk þess lokið fjölda námskeiða í þróunar-, mannúðar- og Magnea Marinósdóttir, sérfr. hjá velferðarráðuneyti – 50 ára Við Háls í Fnjóskadal Magnea, ásamt afkomendum afa hennar og ömmu í móðurætt, Olgeirs og Þóru á Vatnsleysu í Fnjóskadal. Myndin var tekin á samkomu sem haldin var í tilefni af hundrað ára fæðingarafmæli þeirra. Barist fyrir réttindum stríðshrjáðra kvenna Í Palestínu Magnea með frambjóðendum til sveitarstjórnarkosninga, 2017. Í dag, 22.mars, fagna hjónin Kol- brún Gunnarsdóttir og Erling Jón Sigurðsson demantsbrúðkaupi. Þau hafa verið gift í 60 ár. Á morgun, 23. mars, fagnar Erling 80 ára afmæli sínu. Kolbrún og Erling hafa verið búsett mestallan sinn hjúskapartíma í Reykjavík á Langholtsvegi, fyrir ut- an nokkur ár á Skagaströnd. Þau eiga fimm börn, sextán barnabörn og átta barnabarnabörn. Árnað heilla Demantsbrúðkaup Akureyri Gabriel Björn Sigurðs- son fæddist 22. mars 2017 kl. 23.17 og á því eins árs afmæli í dag. Hann vó 3.355 g og var 51 cm langur við fæðingu. Foreldrar hans eru Auður Birna Þorsteinsdóttir Blöndal og Sig- urður Haukur Valsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. $ Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.