Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 72

Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 72
72 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þrír myndlistarmenn hafa verið valdir til að vinna áfram tillögur að framlagi Íslands til næsta Feneyjatvíærings, sem verður opn- aður í maí 2019. Það eru þær Elín Hansóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir og Hrafnhildur Arnardóttir sem kallar sig Shoplifter. Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar (KÍM) auglýsti eftir til- lögum að sýn- ingu í íslenska skálanum á tvíæringnum og bárust alls 17 til- lögur frá lista- mönnum og sýn- ingarstjórum. Björg Stefáns- dóttir, fram- kvæmdastjóri KÍM, fagnar því hversu margar og fjölbreyttar til- lögur bárust og segir fjölda um- sókna bera glöggt vitni um þann metnað sem búi meðal myndlistar- manna og sýningarstjóra til að taka þátt í þessari meira en ald- argömlu myndlistarsýningu sem Feneyjatvíæringurinn er. Valið á listamönnum var í hönd- um fagráðs KÍM, sem skipað er Björgu, Hlyni Hallssyni, safnstjóra Listasafnsins á Akureyri, og Daní- el Björnssyni myndlistarmanni, og gestum ráðsins, þeim Æsu Sigur- jónsdóttur, listfræðingi, sýningar- stjóra og dósent í listfræði við HÍ, og Pari Stave, sýningarstjóra við Metropolitan-listasafnið í New York, en hún hefur komið að upp- setningu allnokkurra sýninga með íslenskum listamönnum, hér á landi og vestanhafs. Fóru þau yfir tillögurnar sautján og völdu um- sækjendurna þrjá sem halda nú áfram að þróa tillögur sínar. Erfitt val Björg segir val fagráðs hafa ver- ið erfitt en haft var að leiðarljósi að verkefnið sem yrði fyrir valinu ætti erindi í alþjóðlegt samhengi, gæti vakið athygli og að listamað- urinn og teymið sem hann vinni með hafi reynslu í þátttöku al- þjóðlegra og viðamikilla verkefna. Þær þrjár sem valdar voru töldust standast alla þessa þætti og meira til. Þær Elín, sem vinnur með sýn- ingarstjóranum Carson Chan, Hekla Dögg, ásamt sýningarstjór- anum Alessandro Castiglioni, og Hrafnhildur, ásamt sýningarstjór- anum Birtu Guðjónsdóttur, fá nú sex vikur til að vinna áfram að þróun sinna tillagna. Hver þeirra fær kr. 250 þúsund til að vinna verkið áfram og koma því á stig framkvæmdar sem mun hefjast um leið og lokavalið hefur átt sér stað. Í júní verður kynnt hver tillagn- anna þriggja verður valin sem framlag Íslands á Feneyjatvíær- ingnum 2019. Ólíkar umsóknir Þetta er í þriðja sinn sem sú leið er farin að auglýsa eftir tillögum að sýningunni í skála Íslands. Fyrst var tillaga Christophs Büc- hel, Moskan, fyrir valinu fyrir tvíæringinn 2015 og þá sýning Eg- ils Sæbjörnssonar, Out of Controll, í fyrra. „Við höfum verið mjög ánægð með útkomuna og ákváðum að gera þetta í þriðja sinn,“ segir Björg. Hún bætir við að þetta val- ferli sé ekki endilega varanleg að- ferð við valið, því geti verið breytt síðar þótt reynslan af því hafi ver- ið góð. Íslenski skálinn verður aftur í sama húsnæði og Egill setti upp sýningu sína í fyrra, á eynni Giu- decca, nokkurra mínútna siglingu með vatnastrætónum frá Mark- úsartorginu. Björg segir að umsóknirnar 17 hafi verið ólíkar og mikil breidd. „Það að þrjár konur hafi verið valdar til að þróa hugmyndir áfram vísar til kynjahlutfallsins í umsóknunum, 64 prósent af um- sóknunum voru frá konum,“ segir hún. Og ekki voru það allt ein- staklingssýningar því einnig voru sendar inn tillögur að sýningum með fleiri en einum listamanni. „Það var áhugavert að sjá breidd- ina, og hún eykst með hverju árinu,“ bætir Björg við. „Frá upphafi þátttöku okkar ár- ið 1960 hafa 28 listamenn tekið þátt í tvíæringnum fyrir Íslands hönd og fimm þeirra eru konur, eða 18 prósent. Það eru þær Steina Vasulka, 1997, svo Rúrí og Gabríela Friðriksdóttir, 2003 og 2005, Libia Castro með Ólafi Ólafssyni, 2011, og loks Katrín Sigurðardóttir árið 2013. Það er kominn tími á að önnur kona verði aftur fulltrúi og þessar þrjár eru allar mjög frambærilegar, enda hafa þær verið að sýna víða.“ Sú útvalda kynnt í júní Listakonurnar þrjár munu í maí- mánuði kynna frekari útfærslu á væntanlegum sýningarverkefnum fyrir valnefndinni. „Umsækjendur og sýningarstjórar kynna verkið fyrir dómnefndinni, hver fær klukkutíma til þess og þau sitja svo fyrir svörum. Þá verður valið hver fer til Feneyja, þegar tæpt ár er í opnun sýningarinnar. Fljótlega verður síðan byrjað að framleiða verkið. Eitt af því sem hefur breyst með þessu ferli, frá því sem áður var, er að þegar listamað- urinn er endanlega valinn er farið fram á það að verkið sé nánast tilbúið til framleiðslu.“ Björg bætir við að verk Egils og Christophs hafi tekið einhverjum breytingum í ferlinu fram að sýn- ingu en unnið hafi verið eftir sama þræðinum og í upphaflegri tillögu. Feneyjatvíæringurinn, sem var stofnaður árið 1895, er viðamesta alþjóðlega myndlistarsýning sem sett er upp og sú eina þar sem hinar ýmsu þjóðir setja upp sýn- ingar. Árið 2017 tóku 86 þjóðir þátt, auk annarra mikilsverðra sýninga sem boðið er upp á á há- tíðinni. Ríflega 600.000 gestir sóttu tvíæringinn þá heim á þeim sjö mánuðum sem sýningarnar voru opnar. Þrjár þróa tillögur fyrir Feneyjar & Myndlistarkonurnar Elín Hansdóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir og Hrafnhildur Arnardóttir – Shop- lifter fá sex vikur til að þróa áfram hugmyndir um sýningu á Feneyjatvíæringnum á næsta ári „Það er mjög spennandi að fá að móta áfram tillöguna sem við lögðum fram,“ segir Elín Hans- dóttir og bætir við að nú taki þau Carson Chan sýningarstjóri að vinna tillöguna ítarlega. Hún er ekki reiðubúin að lýsa fyrirhuguðu verki en segist halda áfram á svipaðan hátt og í verk- um sínum undanfarin tíu ár, við „að skapa einhvers konar um- hverfi, heildarheim, sem fólk gengur inn í og breytir sýn þess á umhverfið.“ Verk Elínar bjóða upp á virka skynjun og upplifun áhorfandans og svo er einnig í þessari tillögu, með áherslu „á myndlistarupp- lifun sem þarfnast ekki endilega texta til útskýringar. Beina upp- lifun sem höfðar til skynjunar mannsins og kveikir meðal ann- ars spurningar sem lúta að tilvist okkar,“ segir hún. Elín kynntist sýningarstjóran- um Carson Chan fyrst í Berlín fyrir um fimmtán árum. Hann er arkitekt og sýningarstjóri og leggur nú stund á doktorsnám í Bandaríkjunum. „Ég vann með honum að verkefni í Marokkó fyr- ir sex árum,“ segir Elín, en það var verkið „Mud Brick Spiral“, sem var hlaðið úr leirmúrsteinum úti undir beru lofti. „Við höldum nú áfram með þær hugmyndir, að nota lífrænt efni sem bygging- arefni.“ Og hugmyndin að verk- inu hefur lifað með henni í nokk- ur ár. „Það hefur ekki verið almennilegur vettvangur fyrir það, fyrr en nú. Veðráttan í Fen- eyjum, hitinn og rakinn, býður upp á að við getum notað plöntur þar sem byggingarefni,“ segir El- ín og bætir við að sex vikur til að þróa verkið áfram sé knappur tími. „En það er mjög spennandi að fá að taka þátt í þessu og þróa hugmyndina áfram.“ Breytir sýn á umhverfið Morgunblaðið/Einar Falur Upplifun Elín Hansdóttir á sýningu sinni Simulacra í i8 galleríi í fyrra. Björg Stefánsdóttir Sýning Lauru Andrés Esteban, Romantic Mooning, verður opnuð í dag kl. 18 í Listastofunni í JL- húsinu við Hringbraut. Esteban er spænskur listamaður og ljósmynd- ari sem hefur búið í Reykjavík í fjögur ár og helstu áhugamál henn- ar eru ljósmyndun, myndskreyt- ingar, grænmeti, skop og að hafna öllu kjaftæði, skv. tilkynningu. Um sýningu hennar segir: „Strax í barnæsku lærum við hvernig ástin er og virkar. Hvernig eigi að ná sér í konu og hvernig eigi að tæla karl. Hvernig eigi að fara á stefnumót, hvar mörkin liggi þegar kemur að því að sýna annarri manneskju at- hygli. Romantic Mooning er gam- ansamt svar við þrýstingi fjölmiðla um staðalímyndina. Þrýstingur utan frá á persónu- legar og tilfinningalegar skoðanir fólks og að þær rúmist í litlum súkkulaðikassa eru ekki bara fá- ránlegar heldur jafnframt rangar.“ Esteban gerir út heimasíðuna landresesteban.com. Romantic Mooning í Listastofunni Rómantík? Þessi skondna ljósmynd fylgdi tilkynningu um sýningu Esteban. Erlingskvöld verður haldið í kvöld kl. 20 í Bókasafni Reykjanesbæjar en slík kvöld eru haldin reglulega til heiðurs fyrrverandi bæjarlista- manni Keflavíkur, Erlingi Jóns- syni. Þrír rithöfundar lesa úr verkum sínum: Bubbi Morthens, Kristín Helga Gunnarsdóttir og Kristín Steinsdóttir. Bubbi les úr ljóðabók- um sínum Hreistur og Öskraðu gat á myrkrið, Kristín Helga les úr nýj- ustu bók sinni, Vertu ósýnilegur – flóttasaga Ishmaels sem hún hlaut fyrir Fjöruverðlaunin og var einnig tilnefnd til Ís- lensku bók- menntaverð- launanna fyrir og Kristín les úr nýjustu bók sinni, Ekki vera sár. Feðginin Jana og Guðmundur flytja nokkur lög í upphafi kvölds og boðið verður upp á kaffi og konfekt og eru allir velkomnir. Húsið verður opnað klukkan 19.45. Upplestur og tónlist á Erlingskvöldi Kristín Helga Gunnarsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.