Morgunblaðið - 23.03.2018, Page 75

Morgunblaðið - 23.03.2018, Page 75
MENNING 75 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 Stema kerrurCompair loftpressur Breitt úrval atvinnutækjaBreit úrval atvinnut kja Stema kerrurCompair loftpressur Við græjum það Til sjós eða lands Opið 8:30 - 17:00 virka daga - Sími: 562 3833 asafl.is HJALLAHRAUNI 2, 220 HAFNARFIRÐI Richard O’Brien samdisöngleikinn The RockyHorror Show á miklumumbrotatímum á síðustu öld. Kynlífsbyltingin var í hámarki eftir tilkomu pillunnar í byrjun sjötta áratugarins, kvennabaráttan stóð sem hæst og Stonewall- óeirðirnar í New York, sem urðu kveikjan að réttindabaráttu hinsegin fólks í hinum vestræna heimi, áttu sér stað aðeins fjórum árum áður en The Rocky Horror Show var frum- sýnd í Royal Court-leikhúsinu í London sumarið 1973. Einungis sex árum fyrr hafði samkynhneigð enn verið refsiverð samkvæmt lögum á Englandi. Að heyra persónur verks- ins syngja um sólina sem lætur strauma lífga allt við, um ljós sem lýsir myrkrið í lífi sérhvers manns og að ekki eigi að leynast heldur lifa fól í sér mikilvæg skilaboð til fólks sem upplifði sig á jaðri samfélagsins og hafði neyðst til að lifa í leyni af ótta við fordæmingu, útskúfun eða refsingu. En O’Brien vísar ekki aðeins í samtíma sinn heldur leikur hann sér á skapandi hátt með mörk greina í bókmenntum og listum þegar hann bræðir saman vísindaskáldskap og hrylling, eins og hann birtist í B- myndum sem vinsælar voru á fimmta og sjötta áratug síðustu ald- ar, vitnar í 19. aldar bókmenntir á borð við Drakúla og Frankenstein og bætir síðan við vænum skammti af rokki og róli. Með sama hætti og mörkin eru þanin í listum leikur O’Brien sér með kyngervin þegar hann kynnir til sögunnar Frank N. Furter, vísindamann og geimveru frá kynsegin Transylvaníu, sem skil- greinir sjálfan sig sem klæðskipting, enda klæðist hann verkið á enda kvenmannsundirfötum, og sængar jafnt hjá körlum og konum. Þegar breski leikarinn Tim Curry birtist fyrst á leiksviðinu 1973 og síð- an í költmyndinni The Rocky Horror Picture Show 1975 stífmálaður í framan, með hrokkna hárlokka og perluhálsfesti, íklæddur korseletti, netsokkum og hælaháum skóm þótti það mikið nýmæli, enda hafði hinsegin menning að mestu verið bundin við neðanjarðarklúbba fjarri dagsljósinu. Verkið varð áhorf- endum hvatning til að skoða eigin langanir og þrár og óumdeilt er að það hafi veitt mörgum innblástur til að stíga út fyrir rammann. Söngleik- urinn hefur verið settur upp víða um heim og kvikmyndin laðar enn að áhorfendur, sem iðulega mæta uppá- klæddir í anda persóna. Það er því vel skiljanlegt að söngleikurinn verði fyrir valinu hjá stjórnendum Borgarleikhússins. Miðað við upptendruð viðbrögð frumsýningargesta og gott gengi í miðasölu er ljóst að Rocky Horror trekkir enn, hvort sem það er vegna frábærrar tónlistar O’Brien, frum- legrar framvindu, skemmtilegs bræðings listgreina eða framlags úr- vals listafólks á öllum póstum, hvort sem snýr að þýðingu Braga Valdi- mars Skúlasonar, leikstjórn Mörtu Nordal, dansi Lees Proud, tónlistar- stjórn Jóns Ólafssonar, umgjörð allri eða leik. Varla getur það verið vegna þess að fólki finnist spennandi að sjá karlmann klæðast djörfum kvenmannsfatnaði, því það er hægt á hinum ýmsu dragsýningum borg- arinnar árið um kring og í árlegri gleðigöngu – enda tímarnir sem bet- ur fer breyttir frá því söngleikurinn var frumsýndur. Verkið er rammað inn af óði sæta- vísunnar (Brynhildur Guðjónsdóttir) til hryllingsmynda og vísindaskáld- skapar þar sem hún býður áhorf- endur velkomna á „sykurhúðað, sýrubaðað, sjabbí sjóv“ og reglu- legum innslögum sögumanns (Valur Freyr Einarsson). Í upphafi sýn- ingar eru Brad (Haraldur Ari Stef- ánsson) og Janet (Þórunn Arna Kristjánsdóttir) kynnt til sögunnar þar sem þau trúlofa sig og ljóst að Janetar bíður húsmóðurhlutverk í anda sjötta áratugarins. Parið unga ákveður að heimsækja gamla eðlis- fræðikennarann sinn, Edith Scott (Katla Margrét Þorgeirsdóttir), og heldur þá um kvöldið upp á heiði. Þar springur á bílnum og þau leita skjóls í kastala þar sem þau vonast til að fá að hringja eftir hjálp. Kast- alinn reynist vera geimskip þar sem búa geimverurnar Frank N. Furter (Páll Óskar Hjálmtýsson), og syst- kinin Magenta (Brynhildur Guðjóns- dóttir) og Riff Raff (Björn Stefáns- son) sem þjóna Frank ásamt hinni mennsku Kólumbíu (Vala Kristín Einarsdóttir) og ónafngreindum áhangendum húsráðanda. Parinu unga er boðið inn á rannsóknarstofu húsbóndans þar sem hann, líkt og Frankenstein og Guð Mósebókar, hefur dundað sér við að búa til mann, Rocky (Arnar Dan Krist- jánsson), sem hefur það eina hlut- verk að þjóna skapara sínum kyn- ferðislega. Þegar vikapilturinn og fyrrverandi elskhugi bæði Kólumbíu og Franks, Eddie (Valdimar Guð- mundsson) sem deilir heila með Rocky, truflar gleðskapinn gerir húsbóndinn sér lítið fyrir og slátrar honum endanlega með vélsög. Áður en nóttin er úti hefur unga parið lát- ið Frank blekkja sig til bæði mann- áts og kynmaka þrátt fyrir áform um að spara svein- og meydóminn fram að brúðkaupsnóttinni auk þess sem Janet hefur svalað nýtendr- uðum fýsnum sínum með aðstoð Rockys. Frank N. Furter hefnist að lokum fyrir líferni sitt þegar Riff Raff og Magenta ákveða að snúa heim til Transylvaníu án húsbónda síns. Eftir stendur unga parið, villu- ráfandi á jörðinni – týnt í tíma og rúmi án tilgangs. Tilkomumikil leikmynd Ilmar Stefánsdóttur, útpældir búningar Filippíu I. Elísdóttur og vel útfærð leikgervi Filippíu og Elínar S. Gísla- dóttur vísa iðulega með skemmti- legum hætti í fyrrnefnda kvikmynd frá 1975. Þannig kemur glittjaldið kunnuglega fyrir sjónir, sundlaug er sköpuð fyrir leikritið í leikritinu sem Frank N. Furter setur upp og bleiki liturinn á háum tröppum kastalans kallast greinilega á við rannsóknar- stofu myndarinnar. Búningar aðal- persóna, hárkollur og leikgervi vísa einnig iðulega í fyrirmyndina, allt frá sægrænum rannsóknarsloppi Franks með bleika þríhyrningnum til hvítu randanna í hári Magentu þegar hún er tilbúin fyrir heimför. Þar sem slíkum vísunum sleppir tek- ur við glamúrheimur í anda klass- ísku söngleikjakvikmyndanna úr smiðju MGM og glimmerið í loka- númerinu virtist sótt beint í söng- leikinn Mamma mia! sem sýndur var á sama sviði ekki alls fyrir löngu. Sérkennilegheit persóna og að- stæðna tapast að miklu leyti með slíkri nálgun og er vandasamt að skilja ótta og hneykslun unga pars- ins yfir því sem fyrir augu ber. Til þess hefðu kastalabúar þurft að vera skrýtnari og skelfilegri í anda gömlu hryllingsmyndanna sem veittu O’Brien innblástur á sínum tíma. Frá því söngleikurinn Mary Popp- ins var frumsýndur á stóra sviði Borgarleikhúsins 2013 hafa áhorf- endur getað gengið að nýjum fjöl- mennum söngleik á hverju ári. Reynsla hússins skilar sér í hnökra- lausri uppfærslu þegar kemur að tæknilegri útfærslu – vélin gengur smurt eins og til er ætlast, flugkerfið fær að njóta sín og hljóðkerfið er skrúfað í botn. Björn Stefánsson hefur, frá því hann réð sig til starfa hjá Borgar- leikhúsinu fyrir örfáum árum, sýnt að hann er vaxandi leikari. Hann springur hreinlega út í hlutverkinu sem Riff Raff með orkumiklum leik, kröftugum söng og góðum kóm- ískum tímasetningum. Hann á alltaf sviðið þegar hann birtist. Samleikur hans og Brynhildar Guðjónsdóttur í hlutverki Magentu var dásamlegur og tókst þeim vel að miðla fram- andleika og skringilegheitum jafnt í hreyfingum sem raddbeitingu þar sem brakið í röddum þeirra fékk hárin til að rísa. Vala Kristín Eiríksdóttir gerði Kólumbíu falleg skil og örvæntingu hennar yfir óendurgoldinni ást. Valdimar Guðmundsson átti fanta- flotta innkomu sem Eddie. Valur Freyr Einarsson naut sín vel í hlut- verki sögumannsins sem leiðir áhorfendur gegnum sýninguna. Haraldur Ari Stefánsson og Þórunn Arna Kristjánsdóttir höfðu ágæt tök á sakleysi persóna sinna og þeirri umbreytingu sem þau ganga bæði í gegnum. Í kynningu á sýningunni hafa aðstandendur lagt áherslu á að sjá eigi verkið sem ferðalag Janetar til sjálfsþekkingar þar sem hún hafnar viðteknum samfélagsgildum og fagnar sjálfri sér sem kynveru. Í miðri #metoo byltingu er það hins vegar vandkvæðum bundið að frels- un hennar sem kynveru byggist á kynferðisofbeldi og þreyttum söng um að nei þýði í reynd já í bólinu. Hér hefði mátt huga betur að sjón- rænni útfærslu og leita jafnvel inn- blásturs í áðurnefndri kvikmynd þar sem blekkingarnar eru afhjúpaðar mun fyrr. Undirrituð var á táningsaldri þeg- ar hún sá Pál Óskar Hjálmtýsson í fyrsta sinn á sviði – þá í hlutverki Franks N. Furter í uppfærslu Leik- félags Menntaskólans við Hamrahlíð í Iðnó á útmánuðum 1991. Sú kraft- mikla túlkun og mögnuð rödd Páls Óskars skaut honum upp á stjörnu- himininn þar sem hann hefur glitrað síðan. Áratugalöng söngreynslan skilar fágun í raddbeitingu sem ger- ir Pál Óskar að einum besta söngv- ara landsins og naut sú fágun sín best í svanasöngnum „Heimferð“ þar sem honum tókst að sýna okkur inn í kviku persónunnar. Á öðrum stundum hefði sennilega farið betur á því að fágunin viki fyrir meiri til- finningahita, t.d. í „Pláneta smá- hneta“ þar sem Frank lætur reiði sína dynja á Janet fyrir að hafa tælt Rocky. Í þeim flutningi og víðar í sýningunni unnu háir hælar persóna gegn nauðsynlegri snerpu í leik og sviðshreyfingum. Páli Óskari tekst vel að fanga barnslega hvatvísi og fölskvalausa gleði persónunnar, en skortir sjálfselskuna, skeytingar- leysið og hættuna sem glitta þarf í undir öllum farðanum. Áhersla upp- færslunnar á óaðfinnanlegt útlit bitnar líka óhjákvæmilega á lost- anum, enda erfitt að kyssa ef varalit- urinn má ekki fara út um allt. Þann- ig víkur hið sjúskaða, sjabbí sjóv í reynd fyrir sykurhúðaðri glansmynd sem liggur nokkuð langt frá kjarna og slagkrafti verksins. Ekki leynast – lifðu Ljósmynd/Grímur Bjarnason Kröftugur Björn Stefánsson á alltaf sviðið þegar hann birtist sem Riff Raff. Borgarleikhúsið Rocky Horror bbbmn Eftir Richard O’Brien. Íslensk þýðing: Bragi Valdimar Skúlason. Leikstjórn: Marta Nordal. Danshöfundur: Lee Proud. Tónlistarstjórn: Jón Ólafsson. Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir. Bún- ingar: Filippía I. Elísdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Leikgervi: Filippía I. Elísdóttir og Elín S. Gísla- dóttir. Hljóðhönnun: Gunnar Sigur- björnsson og Baldvin Þór Magnússon. Myndband: Ingi Bekk. Hljómsveit: Jón Ólafsson, Birgir Baldursson, Guð- mundur Pétursson, Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir og Steinar Sigurðarson. Leikarar: Páll Óskar Hjálmtýsson, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Björn Stefánsson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Arnar Dan Kristjánsson, Valdimar Guðmundsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Valur Freyr Einarsson. Dansarar: Steve Lorenz, Arna Sif Gunn- arsdóttir, Arnór Björnsson, Guðmunda Pálmadóttir, Margrét Erla Maack, Valgerður Rúnarsdóttir, Viktoría Sigurðardóttir og Yannier Oviedo. Frum- sýning á Stóra sviði Borgarleikhússins 16. mars 2018. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.