Morgunblaðið - 23.03.2018, Page 88

Morgunblaðið - 23.03.2018, Page 88
FARARTÆKIÐ Eflaust þætti mörgum lesendum ekki amalegt að renna í hlað á vinnu- staðnum á rennilegum Lamborghini, við undrun og aðdáun kolleganna. Verst hvað ítölsku sportbílarnir eru agalega dýrir og að kaupa þá varla nema á færi þeirra sem tekst að hreppa stóra vinninginn í Víkinga- lottóinu. Þeir sem vilja engu að síður koma til vinnu á fararskjóta sem merktur er Lamborghini ættu að kíkja á P5X Lamborghini reiðhjólið frá Cervélo. Cervélo er kanadískt fyrirtæki sem smíðar reiðhjól í hæsta gæða- flokki fyrir keppnisfólk. P5X hjólið er sniðið að þörfum þríþrautarfólks en í Lamborghini sérútgáfunni er búið að skreyta hjólhestinn með sama mynstri og finna má í Huracán sportbílnum og mála í sama heiðgula litnum og úðað er á tryllitækin sem renna út af færiband- inu í Sant‘Agata Bolog- nese. Um sérútgáfu er að ræða sem verður að- eins framleidd í 25 eintökum. Mun hvert hjól kosta í kringum tvær millj- ónir króna vest- anhafs. ai@mbl.is Hjólaðu í vinnuna á rennilegum Lamborghini FERÐAFÉLAGINN Þeir sem þurfa að ferðast mikið vegna vinnunnar vita hversu þreyt- andi það getur verið að lifa upp úr ferðatösku. Í hvert skipti sem komið er í nýtt hótelherbergi þarf að róta í töskunni til að finna hrein og slétt föt, og fyrr en varir er ýmist allt skipulag ofan í töskunni farið út í veður vind, eða þá að bú- ið er að dreifa innvolsi hennar um allt her- bergið. Ferðataskan frá kan- adíska fyrirtækinu Lif- epack ætti að geta létt ferðalöngum lífið. Hug- myndin er ósköp einföld: inni í töskunni er sam- anbrjótanleg fatahilla sem hægt er að festa í einum hvelli á slá inni í skáp, eða á handfang töskunnar svo að úr verður frístandandi hilla þar sem að allt helst skipulagt og að- gengilegt. Lifepack taskan er 55 x 36,5 x 23 cm á stærð og má því fara sem hand- farangur hvort heldur sem flogið er með WOW eða Icelandair. Safnað var fyrir framleiðsl- unni á IndieGogo en taskan er núna komin í almenna sölu og kostar 189 dali á Amazon. ai@mbl.is Taska sem hefur að geyma heilan fataskáp 4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018FRÉTTIR Komið er að merkilegum tíma- mótum hjá Kynnisferðum því fyrirtækið verður 50 ára á árinu. Starfsemin hefur vaxið mikið að undanförnu og starfa þar í dag tæplega 500 manns. Í flotanum eru um 120 rútur, 50 strætis- vagnar og 1.000 bílaleigubílar sem leigðir eru undir merkjum Enterprise. Hverjar eru helstu áskor- anirnar í rekstrinum þessi misserin? Það hafa orðið miklar kostn- aðarhækkanir á síðustu árum og á sama tíma hefur samkeppni aukist. Þetta hefur gert það að verkum að við þurfum að hag- ræða í okkar rekstri og nýta betur bílana okkar og starfsfólk. Stærsti vandi íslenskra fyrir- tækja er hátt vaxtastig og ótraustur gjaldmiðill. Hver var síðasti fyrirlesturinn eða ráðstefnan sem þú sóttir? Ráðstefna Enterprise var haldin í St Louis nú á dögunum. Enterprise er stærsta bílaleiga í heimi sé litið til veltu og bíla- fjölda en sá árangur hefur náðst með frábærri þjónustustefnu og þjónustumenningu sem við erum að innleiða hjá Enterprise með góðum árangri. Þjónustuþekk- ingin gagnast einnig fyrir aðra starfsemi Kynnisferða enda er frábær þjónusta eitt af því sem Kynnisferðir hafa alltaf verið þekkktar fyrir. Hvaða hugsuður hefur haft mest áhrif á hvernig þú starfar? Ég hef verið svo heppinn að kynnast fullt af frábæru fólki á mínum ferli og hefur það átt þátt í að móta mig í því hvernig ég hef starfa. Ég legg mikið upp úr því að vera í góðum sam- skiptum við mitt starfsfólk og kann vel að meta þá sem liggja ekki á skoðunum sínum. Það má því segja að allt þetta fólk séu mínir hugsuðir. Hvernig heldurðu þekkingu þinni við? Ég hef í gegnum tíðina farið á margar góðar ráðstefnur bæði hér heima og erlendis. Við erum ma. aðilar að samtökum rútu- fyrirtækja um allan heim sem efna til ráðstefnu tvisvar á ári þar sem haldnir eru skemmti- legir fyrirlestrar en mikilvægast er að skiptast á upplýsingum og hugmyndum. Svo reynir maður að skella sér á áhugaverð nám- skeið þegar tími gefst til. Hugsarðu vel um líkamann? Já mjög vel, vinn mikið sef lít- ið. Er reyndar byrjaður að fara út að hlaupa og langar rosalega að fá mér „racer“ hjól fyrir sum- arið. Hvert væri draumastarfið ef þú þyrftir að finna þér nýjan starfa? Ég væri til í að starfa hjá stórum bílaframleiðanda eins og Porsche. Porsche er einn flott- asti bílaframleiðandi heims og hafa þeir náð frábærum árangri. Hvað myndirðu læra ef þú fengir að bæta við þig nýrri gráðu? Það hefur verið hröð þróun í upplýsingatækni og á hún mik- inn þátt í vexti og velgengni fyr- irtækja. Ég mundi því klárlega bæta við mig gráðu á því sviði. Hvaða kosti og galla sérðu við rekstrarumhverfið? Ferðaþjónustan er gríðarlega skemmtileg grein sem er búin að vera í brjáluðum vexti sem hefur auðvitað sína galla líka. Á síðustu árum hefur orðið sífellt erfiðara að ráða starfsfólk og gengi krónunnar er erfitt við rekstur á ferðaþjónustufyrirtæki eins og okkar. Hvað gerirðu til að fá orku og innblástur í starfi? Ég á frábæra eiginkonu og yndisleg börn sem gefa mér inn- blástur á hverjum degi. Einnig eru það forréttindi að fá að leiða stóran og flottan hóp starfs- manna Kynnisferða. SVIPMYND Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða Kostnaður hækkar og samkeppnin harðnar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon NÁM: Stúdent frá Menntaskólanum við Sund 1990; viðskipta- fræðingur Cand. Oceon. frá Háskóla Íslands 1997. STÖRF: Fjármálastjóri Landsbjargar 1997-1999; fjármálastjóri Bláa Lónsins 1999-2007; framkvæmdastjóri Alp ehf (Avis og Budget) 2007-2010; fjármálastjóri Bílabúðar Benna 2010-2012 og framkvæmdastjóri bílasviðs Bílabúðar Benna frá 2012-2017; rekstrarstjóri hópferðabifreiða Kynnisferða mars-sept 2017, framkvæmdastjóri Kynnisferða frá sept 2017. ÁHUGAMÁL: Fjölskyldan, ferðalög, skíði, bílar. FJÖLSKYLDUHAGIR: Kvæntur Kolbrúnu Sigurþórsdóttur lyfja- tækni, og eigum við þrjú börn á aldrinum 7-12 ára og svo á ég einn 21 árs son. HIN HLIÐIN „Á síðustu árum hefur orðið sífellt erfiðara að ráða starfsfólk,“ segir Björn um rekstrarskilyrðin. Mynstrið er fengið frá Huracán.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.