Morgunblaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 94

Morgunblaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 94
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018FRÉTTIR Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com ©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim. Af síðum Elizabeth Holmes er góður sögumað- ur. Svo það þarf því ekki að koma á óvart að Holmes, stofnandi Theranos, skuli núna miðdepill í einum af heims- ins elstu og kunnustu söguefnum: sögunni um ris á toppinn, dramb, hremmingar og makleg málagjöld. Holmes hætti námi við Stanford- háskóla til að fylgja eftir draumi sín- um um að þróa einfalda, ódýra og skjótvirka leið til að prófa og greina blóðsýni. Hún var á allan hátt andlit vörunnar og fyrirtækisins út á við. Hún laðaði að fræga fjárfesta á borð við Larry Ellison og Rupert Murdoch. En hún féll af stallinum sem hún hafði sjálf reist eftir að í ljos kom að vara Theranos reyndist ekki eins framúrskarandi og hafði verið lofað. Má ekki gegna stjórnunarstöðu Í síðustu viku kærðu bandarísk stjórnvöld Holmes, fyrirtæki hennar og fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrir „umfangsmikil fjársvik“. Hún og Theranos hafa samið um að ljúka málinu án þess að játa eða neita sök, en hún hefur látið af stjórn fyrirtækisins og næstu tíu árin má hún ekki gegna stjórnunarstöðu hjá skráðu fyrirtæki. Fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Theranos, Ramesh „Sunny“ Balwani, mun halda uppi vörnum hvað snertir hans hlið á mál- inu. Sagan á bak við Theranos væri efni í kvikmynd. Eflaust er Jennifer Law- rence í viðbragðsstöðu að leika Hol- mes í myndinni Blóði drifin þar sem lokasenur eru skrifaðar af banda- ríska fjármálaeftirlitinu um þessar mundir. En sagan í kringum Holmes er í raun bara endurgerð á eldri kvik- mynd þar sem leiðtogi, hvers frægð og frami er samofin árangri eigin fyr- irtækis, er í sviðsljósinu. Klæddist eins og Jobs Slíkar sögur enda ekki alltaf á verri veg fyrir söguhetjuna. Steve Jobs er þekktasta dæmið. Það er engin tilviljun að þann stutta tíma sem stjarna Holmes skein skærast var henni oft líkt við stofnanda Apple, og hún klæddist jafnvel svartri rúllu- kragapeysu eins og hann. Leitin að frægð og sýnileika á sér sínar dökku hliðar, og er enginn skortur á dæmum um fólk sem er mjög ákaft um að koma sjálfum sér á framfæri, seilist of langt og fellur alla leið niður á botninni. Það eina sem raunverulega tengir Jobs og Holmes er að bæði reyndu þau að stýra ímynd fyrirtækja sinna. Jobs var tíður gestur á forsíðum tímarita. Þó Holmes sé af yngri kyn- slóð sem hrærist meira í stafræna heiminum, þá var hún líka áberandi í prentmiðlum. Vefsíðan Recode hefur safnað sam- an nokkrum hápunktum, svo sem þegar hún birtist á forsíðu tímaritsins Inc í október 2015 undir yfirskriftinni „Næsti Steve Jobs“, í sama mánuði og Wall Street Journal birti rann- sóknarblaðagrein sem flýtti endalok- um Theranos. „Ég bókstaflega hann- aði líf mitt í kringum þetta,“ játar hún, og undirstrikar þá þráhyggju- kenndu hegðun sem Kísildalur vill sjá hjá stjörnunum sínum. Eins og sagan af Jobs kennir okk- ur þá er það ekki ófrávíkjanlegt að frægð í tímaritum dagsins í dag sé ávísun á skömm á morgun. En það eru samt ákveðin tengsl til staðar. Í rannsókn sem gerð var árið 2007 og rýndi í forsíður Businessweek, For- tune og Forbes yfir tuttugu ára tíma- bil kom í ljós að jákvæð umfjöllun reyndust fyrirboði þess að hluta- bréfaverð fyrirtækis myndi lækka, og öfugt. Ómótstæðilegt forsíðuefni Eftir marga áratugi þar sem karl- ar voru mest áberandi í tímarita- rekkunum var Holmes ómótstæðilegt efni í forsíðuumfjöllun. Hún var eld- klár ungur frumkvöðull sem var mætt til að valta yfir úr sér gengnar rannsóknarstofur sem stæðu í vegi fyrir því að Bandaríkjamenn gætu fengið betri upplýsingar um eigin heilsu. Þessi saga, sem hún endurtók á ráðstefnum, í sjónvarpi og í við- tölum við fjölmiðla, var saga sem margir, blaðamenn þar á meðal, vildu ólmir trúa. Á vissan hátt þá var hún bara að fylgja hefðbundinni forskrift árang- ursríkrar markaðssetningar. „Ef saga er vel sögð þá slær hún á efa- semdirnar með því að pakka skila- boðunum inn í tilfinningu,“ segir stjörnufyrirlesarinn Robert McKee um listina við að búa til góða sögu fyr- ir kvikmynd, í bókinni Storynomics sem fjallar um hvernig á að nota sög- ur „í heimi þar sem auglýsingar virka ekki lengur“. Málin flækjast hins vegar oft þegar leiðtogar halda sig við sömu söguna jafnvel eftir að hún passar ekki leng- ur við veruleikann, byrja að ýkja og spinna. Og eins og virðist hafa verið raunin í tilviki Holmes: taka upp á því að blekkja. Kunnuglegt stef Margir hafa troðið þann slóða sem liggur frá því að hafa trú á sjálfum sér yfir í að blekkja sjálfan sig og aðra. Í meistaraverkinu Extraordin- ary Popular Delusions and The Mad- ness of Crowds frá árinu 1841 dregur Charles Mackay upp mynd af 16. ald- ar gullgerðarmanninum og dulspek- ingnum Heinrich Cornelius Agrippa sem var sagður fara allra sinna ferða með kölska sér við hlið í líki stórs svarts hunds. „Sumum mönnum, þökk sé hrifn- ingu þeirra af sjálfum sér, tekst að sannfæra samtímamenn sína um að þeir séu svo sannarlega stórmenni,“ skrifaði hann. „Þeir segja fólki svo háum rómi af hæfileikum sínum, og hrósa sjálfum sér svo linnulaust, að heimurinn bregst við með dynjandi lófataki.“ Það sem er öðruvísi í dag er hversu hratt stjörnur nútímans rísa og falla. Fyrirtækjum liggur svo á að þenjast út að þau stytta sér leið eða ýkja hversu mikið hefur áunnist. „Ör vöxt- ur veldur álagi á ferla, stjórntæki og leiðtogana sjálfa,“ segir Matt Nixon, höfundur bókarinnar Pariahs sem fjallar um dramb og krísur innan fyr- irtækja og stofnana. Leiðinlegu grundvallaratriðin, eins og opin vinnustaðamenning, góðir stjórnunarhættir, einbeittur vilji til að losna við hrokagikki, og gagnrýnið eftirlit fjölmiðla, eru ekki efni í spennandi kvikmynd. En ef þessi at- riði vantar má eiga von á mörgum fleiri sögum af svipuðum toga og sag- an af Elizabeth Holmes og Theranos. Hvers vegna allir féllu fyrir Theranos Eftir Andrew Hill Allir vildu trúa sögunni sem Elizabeth Holmes hafði að segja og þótti hún minna um margt á Steve Jobs. Eina sem tengir þau er þó hvernig þau urðu ímynd fyrirtækja sinna. AFP Elizabeth Holmes varð stjarna í viðskiptaheiminum þegar hún boðaði einfalda, ódýra og skjótvirka leið til að prófa og greina blóðsýni með nýrri tækni. Síðar kom í ljós að ekki reyndist fullnægjandi innistæða fyrir þeim loforðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.