Morgunblaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 98

Morgunblaðið - 23.03.2018, Blaðsíða 98
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018FÓLK SPROTAR Þrír metnaðarfullir frumkvöðlar vilja opna keðju nýstárlega hótela víðs- vegar um Ísland, og hafa einnig augastað á Grænlandi og Færeyjum. Fyrirtæki þeirra heitir Igloo Camp (http://igloo.camp) og tekur þátt í Startup Tourism-viðskipta- hraðlinum. Sérstaða Igloo Camp felst í því að í stað þess að sofa í hefð- bundnum hótelherbergjum eða skál- um fá gestirnir að verja nóttinni í lúxus-tjöldum þar sem þeir eru í mik- illi nánd við náttúruna. Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir er framkvæmdastjóri Igloo Camp en hún stofnaði reksturinn með þeim Brynjólfi Stefánssyni og Kjartani Erni Ólafssyni: „Hugmyndin kvikn- aði fyrir tæpum þremur árum þegar ég og Kjartan maðurinn minn fórum í safarí-ferð til Kenía. Þar var okkur bent á að gista í lúxustjöldum úti á sléttunni og reyndist það vera mögn- uð upplifun.“ Á ensku er þessi tegund gistingar kölluð „glamping“ sem er bræðingur af orðunum „glamour“ og „camping“. Er þá sofið í n.k. tjaldbyggingum þar sem gesturinn hefur allt til alls, s.s. þægilegt rúm, og baðherbergi, og getur fengið alla þá þjónustu sem hótel bjóða almennt upp á. Lýsir Ásta því hvernig heyra mátti og sjá dýrin ráfa í gegnum tjaldbúðirnar í Kenía og heyra öll hljóð náttúrunnar í gegnum þunnan tjalddúkinn. „Við sáum strax að það væri spennandi að bjóða ferðamönnum á Íslandi upp á samskonar upplifun.“ Auðvelt að bæta við herbergjum Tjöldin sem Igloo Camp mun nota eru gerð úr kúlulaga stálgrindum sem eru klæddar með dúk og ein- angruð. Í hverri kúlu er eitt her- bergi, með eigið baðherbergi, og kúl- unum komið þannig fyrir að allir gestir geti fengið að vera út af fyrir sig og í næði í náttúrunni. Í sumum tilvikum er strengdur glær dúkur yf- ir efsta hluta kúlunnar svo að gestir geta legið undir hlýrri sæng og horft á næturhimininn. Þá verður kamína í hverju tjaldi til að veita yl og róm- antískan bjarma. Hefur Igloo Camp þegar gert samning við framleiðanda tjaldanna um að hafa einkarétt á notkun þeirra á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Þá hefur fyrirtækið tryggt sér lóð á fallegum stað í jaðri hálendisins á milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs og ætlunin að þar rísi 20-30 her- bergja hótel áður en árið er á enda. Í framhaldinu vilja Ásta og félagar bæta við nýju hóteli af svipaðri stærð ár hvert. Standa vonir til að hótelin fái umhverfisvottun og geti auglýst sig sem vistvænan valkost. „Tjöldin eru umhverfisvæn að því leyti að það sem við byggjum er end- urkræft, hægt að taka kúlurnar nið- ur og skilja við landið nánast í sama ástandi og við fengum það. Bygging- araðferðin þýðir einnig að við getum farið inn á svæði sem eru of viðkvæm til að þar megi byggja hefðbundið hótel. Það sem er líka skemmtilegt við þetta gistiform er að það veitir okkur meiri sveigjanleika til að bæta við einingum ef eftirspurnin kallar á það, eða færa tjöld frá einu hóteli til annars.“ En tjaldhótels-formið hefur líka ákveðna ókosti. „Þó svo að byrj- unarkostnaðurinn geti verið lægri þá verður flóknara að þjónusta her- bergin og þrífa þau en á venjulegu hóteli, enda lengra á milli þeirra,“ segir Ásta en hvert hótel mun hafa þjónustutjald eða þjónustubyggingu með gestamóttöku og veitingasal þar sem boðið verður upp á kvöldverð og morgunverð. Gisting sem fólk vill segja frá Lesendum gæti þótt það djarft af stofnendum Igloo Camp að bæta við nýju hóteli árlega, en Ásta bendir á að ferðamenn sæki í gistingu sem býður upp á meira en bara notalegan stað til að halla höfði. Hótel þurfi líka að vera „Instagram-væn“ enda vilja ferðamenn geta sagt skemmtilega sögu og notað samfélagsmiðlana til að deila með vinum sínum upplif- uninni af því sem þeir sjá og gera. „Hótelin myndu bjóða gestum upp á einstaka upplifun sem ætti að laða að gesti. Þá munu Igloo-hótelin hafa mikla sérstöðu og er samkeppnin því ekki eins bein og óvægin og ef við værum að byggja hefðbundið hótel.“ Markaðsrannsóknir Igloo Camp benda til að Suðurlandið sé góður staður til að byrja enda gistirýmið á svæðinu mjög vel nýtt nú þegar, og ferðamannatíminn að lengjast í báða enda með hverju árinu. Staðsetn- ingin er hentug fyrir ferðalanga sem eru á leið sinni upp á hálendið og hönnun hótelsins ætti að höfða til þeirra sem vilja skoða Ísland að vetri til og upplifa norðurljósin. Blaðamaður getur ekki á sér setið og spyr hvort fyrsta hótelið verði fjármagnað með kúluláni. „Við erum langt komin með fyrsta hluta fjár- mögnunarinnar sem mun byggjast bæði á einkahlutafé og banka- fjármögnun. Stefnum við á að hefja annan hluta fjármögnunarinnar seinna í vor,“ upplýsir Ásta en fæst ekki til að gefa upp hvað fyrsta hót- elið mun kosta. Kamína yljar gestunum sem eru í góðri snertingu við umhverfið. Vilja byggja nýtt hótel á hverju ári Ásgei Ingvarsson ai@mbl.is Igloo Camp blandar sam- an bestu eiginleikum tjalds og hótelherbergis og býður gestum upp á mikla nánd við náttúruna. Brynjólfur, Kjartan og Ásta láta fara vel um sig í notalegu kúlutjaldi. Þar er allt sem gestir þurfa á að halda. FRAMHALDSSKÓLAR Lið frá Verzlunarskóla Íslands, skipað þeim Arnaldi Þór Guðmunds- syni, Atla Snæ Jóhannssyni og Gísla Þór Gunnarssyni, hreppti sigur- launin í Stjórnunarkeppni fram- haldsskólanna sem haldin var nýlega á vegum viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Fyrirkomulag keppn- innar var á þá leið að lið sem sam- anstóðu af þremur til fjórum ein- staklingum stýrðu fyrirtæki, í þessu tilfelli súkkulaðiverksmiðju, í ákveð- inn tíma og kepptu sín á milli um að ná sem bestum árangri. Liðin þurftu að leysa margvísleg vandamál sem upp komu og skila góðum rekstri. Í öðru sæti í keppninni varð lið Borgarholtsskóla og í þriðja sæti varð annað lið frá Verzlunarskól- anum. Gefi stjórnun gaum Í frétt frá Háskólanum í Reykja- vík segir að markmið keppninnar, sem nú var haldin í annað sinn, sé að kynna stjórnun fyrir nemendum í framhaldsskóla og hvetja þá til að gefa faginu gaum. tobj@mbl.is Stýrðu súkkulaði- verksmiðju til sigurs Páll Melsted Ríkharðsson, Gísli Þór Gunnarsson, Arnaldur Þór Guðmunds- son, Atli Snær Jóhannsson, Hrefna Sigríður Briem og Maarten Hol. Viðhaldsfríar hurðir Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í yfir 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími 554 4300 • solskalar.is 198 4 - 2016 ÍS LEN SK FRAML EI ÐS LA32 Yfir 90 litir í boði!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.