Morgunblaðið - 23.03.2018, Page 101

Morgunblaðið - 23.03.2018, Page 101
FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 Körfuboltinn Benedikt fer yfir stöðuna í úrslitakeppni karla. Úr hverju er ofurhetjan frá Hafnarfirði gerð? Stemning hjá Tindastóli gegn andlausum Grindvíkingum. Létt hjá KR. Kappið ber fegurðina ofurliði. 4 Íþróttir mbl.is isstað hafa verið fyrsta flokks enda var hann byggður sérstaklega upp til þess að halda Vetrarólympíuleik- ana og vetrarólympíumótið en kröf- ur Alþjóðaólympíunefndarinnar til aðstæðna á mótum eru miklar. „Það var frábært að taka þátt.“ Yfir 20 gráðu hiti Aðstaðan var svo sannarlega al- veg frábær. Eina sem setti strik í reikninginn var að um tíma var mjög heitt í veðri. Hitinn fór í 21 gráðu við rásmarkið þegar stór- svigskeppnin fór fram. „Ég var al- veg að stikna úr hita. Það voru svo- lítið aðrar aðstæður en þegar Vetrarólympíuleikarnir fóru fram á sama stað í febrúar. Þá var tölu- vert frost og vindkæling til við- bótar,“ sagði Hilmar Snær. For- svarsmenn mótsins voru greinilega vel undir það búnir að hitinn gæti rokið upp. Til þess að draga úr þiðnun snjósins var salti mokað saman við snjóinn í brekkunum. „Ástandið var verst fyrstu daga mótsins. Þegar á leið dró úr hit- anum. Einn daginn voru brekk- urnar lokaðar vegna hlýinda, þá var snjórinn eins súpa. Eftir þetta frysti hressilega á nóttunni sem varð þess valdandi að brekkurnar voru eitt klakastykki og færið þess vegna glerhart.“ Brekkurnar voru frábærar Þrátt fyrir sveiflur í veðrinu fengu keppendur að æfa á milli þess sem þeir kepptu. Þeir þekktu því aðstæður ágætlega þegar röðin kom að þeim í keppninni. „Að- stæður til æfinga voru fínar fyrir utan þennan eina dag þegar snjór- inn leit út eins og súpa. Brekk- urnar voru frábærar og ég náði fyrir vikið frábærum æfingum. Eins var mjög vel hugsað um mig á allan hátt. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta.“ Hilmar Snær segir aðstæðurnar einar og sér hafa gert það að verk- um að mikil áskorun hafi fylgt því að keppa en sú staðreynd hafi reyndar bara gert keppnina skemmtilegri fyrir hann. „Keppn- isaðstæðurnar voru frábærar og þær langbestu sem ég hef kynnst til þessa,“ sagði Hilmar Snær en með þátttökunni rættist gamall draumur pilts. Vetrarleikunum lauk á laug- ardaginn og daginn eftir héldu Hilmar Snær, þjálfarar hans, Georg Hjörleifsson og Einar Bjarnason, auk Ólafs Magnússonar, framkvæmdastjóra Íþrótta- sambands fatlaðra, heim á leið. Ferðalagið var langt og strangt. Leyfði sér ekki að sofa út „Ég kom heim á aðfaranótt þriðjudagsins og fór í skólann morguninn eftir,“ sagði Hilmar Snær sem er að ljúka öðrum vetri í Verzlunarskóla Íslands. Spurður hvort ekki hafi verið freistandi að sofa út á þriðjudagsmorguninn svaraði hann að það hefði ekki komið til greina. „Ég gat ekki leyft mér það,“ sagði Hilmar Snær sem ætlar þó að taka sér frí frá æfing- um þessa vikuna. „Ég hef æfingar á nýjan leik í næstu viku eftir stutt frí.“ Hilmar Snær stefnir á þátttöku á heimsmeistaramóti fatlaðra á skíð- um sem fram fer í Sviss eftir ár. Mjög ánægður með árangurinn - Hilmar Snær kominn heim frá Pyeongchang þar sem hann varð í 13. sæti í svigi og 20. sæti í stórsvigi - Fyrsta flokks aðstæður þrátt fyrir mikinn hita - Ætlar sér líka á næstu leika árið 2022 Ljósmynd/ifsport Pyeongchang Hilmar Snær Örvarsson á fullri ferð niður brekkuna á Vetrarólympíumótinu í Suður-Kóreu. SKÍÐI Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Þetta er mikil upplifun og var mikið stærri viðburður en ég hafði reiknað með,“ sagði skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson sem er ný- kominn heim eftir vel heppnaða för og þátttöku á Vetrarólympíu- móti fatlaðra í Pyeongchang í Suður-Kóreu. „Keppendur voru mjög marg- ir og alveg ótrú- legur fjöldi af sjálfboðaliðum að vinna í kringum mótið sem er sannarlega það langstærsta sem ég hef nokkurn tímann tekið þátt í,“ sagði hinn 17 ára gamli ólympíufari í sjöunda himni með þátttökuna. Hann er staðráðinn í endurtaka leikinn að fjórum árum liðnum. Hilmar Snær var eini íslenski keppandinn á mótinu. Hann hafnaði í 13. sæti í svigi af 40 keppendum í standandi flokki hreyfihamlaðra, LW2, og hreppti 20. sæti í stór- svigi. „Ég er mjög ánægður með árangurinn. Fyrir utan að ég gerði lítils háttar mistök í fyrri ferðinni í sviginu, seinni keppnisgreininni minni á laugardaginn. Annars er ég mjög sáttur við mig,“ sagði Hilmar Snær sem var að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti með stóru essi á ferlinum. Hann er jafnframt yngsti keppandi sem Ísland hefur sent á Vetrarólympíumót fatlaðra. Hilmar segir aðstæður á keppn- Hilmar Snær Örvarsson. Í SANTA CLARA Anna Marsibil Clausen annamarsy@mbl.is Hann var nokkuð rigningarlegur, himinninn yfir knattspyrnuvelli San Jose-háskólans í Sílíkondal Kaliforníu þegar íslenska karlalandsliðið mætti í gær til æfingar fyrir yfirvofandi vin- áttuleik sinn gegn Mexíkó. Öllu bjart- ara var yfir Kolbeini Sigþórssyni. Hann er allur að koma til eftir lang- varandi hnjávandræði og eygir nú HM drauminn. „Meiðslin sem eru búin að halda mér frá í tvö ár, þau eru mjög góð og ég hef ekki fundið fyrir þeim í þrjá fjóra mánuði,“ sagði Kolbeinn við Morgunblaðið fyrir æfinguna. Hann spilaði sinn fyrsta leik, eftir 559 daga fjarveru, með varaliði Nantes fyrir viku, en ekki fór betur en svo að hann slasaðist á nára. Hann vill þó ekki meina að nárinn muni halda honum frá HM. „Það er ekki stórmál og bara fylgir því að vera svona lengi frá,“ sagði hann. „Ég finn að ég er andlega á mjög góðum stað, ferskur í lík- amanum, ferskur í hausnum og bara klár í að byrja að spila aftur fyrir landsliðið.“ Nokkuð ólíklegt er að af því verði í þessari ferð. Landsliðið mætir Mexíkó á föstudag og Perú þriðju- daginn 27. mars en Heimir Hall- grímsson telur ekki ráðlegt að spila Kolbeini út að sinni. Kolbeinn sé eftir allt rétt að byrja að feta sig aftur inn á völlinn og mikill munur sé á að spila leik með varaliði og landsliði. Erum að meta stöðuna „Það væri óvarlegt að fara að spila honum í jafnmiklum hraðaleik, þar sem allir eru að sanna sig,“ sagði Heimir. Vera Kolbeins í ferðinni snýst eftir allt ekki um spilamennsku, að sögn þjálfarans. Mikilvægara sé að meta á honum stöðuna og fylgjast með hvort hann komi til greina í lokahópinn fyr- ir Rússland. Enn sem komið er sé staðan ágæt. „Hann er svona smá að vaxa inn á æfingarnar, vera meira og meira með,“ sagði Heimir. „Svo sjáum við til hvað framhaldið verður.“ En eins og áður segir er Kolbeinn sjálfur mjög brattur og bjartsýnn á að komast í hópinn. „Það er æðislegt að vera kominn aftur,“ sagði hann. „Ég finn ekki fyrir pressu þegar ég spila með landslið- inu. Mér líður bara vel og held að það sé ástæðan fyrir því að mér hefur gengið vel með því.“ Morgunblaðið/Eggert Tilbúinn Kolbeinn Sigþórsson er bjartsýnn á sína stöðu fyrir HM. „Ég er á mjög góðum stað“ - Kolbeinn ánægður með stöðuna - Heimir reiknar ekki með að hann spili ÍÞRÓTTIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.