Morgunblaðið - 23.03.2018, Side 106
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018
Útgefandi Árvakur Umsjón Jón Agnar Ólason Blaðamenn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is, Elínrós Líndal elinros@mbl.is,
Jón Agnar Ólason jonagnar.is Auglýsingar Valur Smári Heimisson valursmari@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Forsíðumyndina tók
Haraldur Guðjónsson
Elínrós Líndal
elinros@mbl.is
S
igríður Mogensen er nýr sviðstjóri á
Hugverkasviði Samtaka iðnaðarins.
Fyrir þann tíma starfaði hún m.a.
sem hagfræðingur hjá Samtökum
atvinnulífsins og hagfræðingur á
skrifstofu sérstaks saksóknara. Þá hefur Sig-
ríður einnig starfað sem fréttamaður á Stöð 2
og blaðamaður á Viðskiptablaðinu.
„Gífurleg tækifæri felast í því fyrir Ísland að
byggja með markvissum aðgerðum upp öfl-
ugan tækni- og hugverkaiðnað og efla nýsköp-
un á öllum sviðum. Hér er nú þegar mikil
gróska í nýsköpun en þó eru margvíslegar
hindranir til staðar sem við þurfum að ryðja úr
vegi. Við þurfum og viljum fá stjórnvöld í lið
með okkur í þessa vegferð,“ segir Sigríður.
Nýsköpunarlögin góð byrjun
„Ríki um allan heim keppast við að laða til sín
frumkvöðlastarfsemi og rannsóknir og þróun
og við erum því miður ekki samkeppnishæf
hvað þetta umhverfi varðar.“
Spurð um nýsköpunarlögin sem sett voru
árið 2016 segir hún. „Lögin voru vissulega
skref í rétta átt en við þurfum að gera enn bet-
ur og setja markið hærra. Er þetta sér-
staklega mikilvægt í ljósi þeirra öru tækni-
breytinga sem við stöndum frammi fyrir.
Aðgerðir sem miða að því að efla nýsköpun
munu hafa úrslitaáhrif um það hvaða þjóðir
skara fram úr eftir 5, 10 eða 20 ár.
Fyrsta og mikilvægasta skrefið er að efla
skattalega hvata vegna nýsköpunar og afnema
þök á endurgreiðslur vegna rannsóknar og
þróunar.“
Hálauna störf í landið
Að mati Sigríðar er það efnahagsleg aðgerð og
snýst ekki um ívilnanir til einstakra fyr-
irtækja. „Þetta er einföld aðgerð í skattkerfinu
sem mun skapa ríkissjóði tekjur til framtíðar,
langt umfram útgjöld, því hún hvetur fyr-
irtæki til að stunda rannsóknir og þróun hér á
landi og skapar því hálaunastörf og eykur
framleiðni og verðmætasköpun til langs tíma.
Lönd í kringum okkur bjóða mun hagstæðari
skilyrði fyrir fyrirtæki sem stunda rannsóknir
og þróun og við höfum því miður séð á eftir
slíkum verkefnum úr landi. Hvert fyrirtæki
eða verkefni sem við sjáum á eftir er tap fyrir
íslenskt samfélag. Stórátak þarf til að mark-
mið Vísinda- og tækniráðs náist um að fjár-
festing í rannsóknum og þróun nái 3% af
landsframleiðslu árið 2024, en um 40 milljarða
þarf til viðbótar á ársgrundvelli miðað við
verðlag dagsins í dag. Þetta gerist ekki af
sjálfu sér.“
Fjármögnunarumhverfið
Fjármögnunarumhverfi frumkvöðla má efla til
muna. Líkt og fram kom á Iðnþingi virðast
mörg lífvænleg fyrirtæki eiga í erfiðleikum
með fjármögnun. Sníða þarf vankanta af
ákvæðum nýsköpunarlaganna sem snúa meðal
annars að stærðarmörkum fyrirtækja sem
geta nýtt sér skattaafslátt við fjármögnun.
Ríkið leggur einnig nú þegar mikla fjármuni til
nýsköpunar, í gegnum hinar ýmsu stofnanir,
og myndi ég vilja sjá að það færi fram skoðun
og einföldun á kerfinu í heild sinni. Velta má
upp þeirri spurningu hverju styrkjakerfið er
og hefur skilað okkur og hvort bæta megi úr.
Vert er að skoða þann möguleika að ríkið taki
ekki beinar fjárfestingaákvarðanir heldur fjár-
festi til að mynda samhliða fagfjárfestum og
einkasjóðum í nýsköpunarverkefnum og
sprotafyrirtækjum.
Við þurfum einnig að grípa til aðgerða til að
laða erlenda sérfræðinga hingað til lands.
Gagnatengingar mikilvægar
„Samtök iðnaðarins og Íslandsstofa vinna nú
að því verkefni að koma á laggirnar upplýs-
ingasíðu í því skyni en ýmislegt má einnig
bæta í lagaumhverfinu, til dæmis hvað varðar
dvalarleyfi, til að auðvelda fyrirtækjum að
ráða til sín öfluga starfskrafta erlendis frá.“
Annað mikilvægt verkefni til framtíðar er að
efla gagnatengingar til Íslands, bæta við
streng og auka hraða. Mun gæði gagnateng-
inga skipta sköpum fyrir þjóðina til langs tíma
litið. Hugbúnaðarþróun, kvikmyndavinnsla og
gagnaverastarfsemi eru dæmi um greinar sem
eru háðar því að gagnatengingar séu eins og
best verður á kosið og þarf að hlúa að þessum
innviðum eins og öðrum,“ segir hún að lokum.
Sprotar „Lönd í kringum okkur bjóða mun
hagstæðari skilyrði fyrir fyrirtæki sem stunda
rannsóknir og þróun og við höfum því miður
séð á eftir slíkum verkefnum úr landi.“
Nýsköpun skapar gífurleg tækifæri
Sigríður Mogensen segir nauð-
synlegt að styðja við nýsköpun
með öllum ráðum, um leið og
mikilvægt sé að laða erlenda
sérfræðinga hingað til lands.
Samtök iðnaðarins voru þátttakendur í sýningunni
Verk og vit sem fram fór í Laugardalshöll fyrir
skömmu en samtökin eru meðal bakhjarla sýning-
arinnar. Um 25.000 gestir komu á sýninguna og
sýnir þessi mikli fjöldi að áhuginn er mikill meðal
fagaðila og almennings á byggingariðnaði, mann-
virkjagerð og skipulagsmálum. Alls tóku 120 sýn-
endur þátt að þessu sinni og kynntu vörur sínar og
þjónustu, en þetta var í fjórða sinn sem sýningin
var haldin.
Á myndinni eru talið frá vinstri, Jóhanna Klara
Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs, Sig-
urður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Guðrún
Hafsteinsdóttir, formaður SI, og Friðrik Á. Ólafs-
son, viðskiptastjóri byggingariðnaðar á mann-
virkjasviði SI.
Samtök iðnaðarins
tóku þátt í Verk og vit
Fjölmennt var á fyrsta Framleiðsluþingi SI í Silf-
urbergi í Hörpu. Á þinginu var efnt til umræðu um
verðmæti íslenskrar framleiðslu, helstu tækifæri
og áskoranir sem íslenskir framleiðendur standa
frammi fyrir og hvað væri íslenskt. Á þinginu kom
fram að á Íslandi er fjölbreyttur og umfangsmikill
framleiðsluiðnaður sem skapar fjölda starfa og
mikinn gjaldeyri. Íslensk framleiðsla er einn af
burðarásum hagkerfisins þar sem mikilvæg verð-
mæti verða til og skapa margvísleg margföldunar-
áhrif. Sérstakur gestur þingsins var Jens Holst-
Nielsen, sérfræðingur í alþjóðaviðskiptum hjá
Dansk Industri sem gaf innsýn í hvað danskir
framleiðendur hafa gert til að skapa vörum sínum
sérstöðu innanlands og utan. Efnt var til pall-
borðsumræðna með iðnaðarráðherra þar sem
tæpt var á mörgum þeim málefnum sem skipta ís-
lenskan framleiðsluiðnað mestu máli.
Umræða um verðmæti
íslenskrar framleiðslu
Pallborð Tæpt var á mörgum þeim málefnum sem skipta íslenskan framleiðsluiðnað mestu máli.