Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 108

Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 108
Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Í skýrslunni eru einnig samantektir um stöðu hagkerfisins, umhverfismála og þær tæknibreytingar sem eru fram- undan. Þá eru settar fram helstu áskoranir sem þarf að mæta til að efla samkeppnishæfni landsins að mati Samtaka iðnaðarins. Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, er meðal skýrsluhöfunda. Hann segir markmiðið með útgáfu skýrslunnar vera að varpa ljósi á stöðu Íslands í sam- anburði við önnur ríki og hvaða áskoranir það eru sem helst þarf að mæta til að bæta samkeppnishæfnina hér á landi. „Við viljum með þessari samantekt leggja okk- ar af mörkum til að skapa upplýsta um- ræðu um samkeppnishæfni landsins og um þær leiðir sem eru til úrbóta til að bæta stöðuna.“ Sveiflurnar meiri hérlendis Í skýrslunni eru meðal annars settar fram tíu áskoranir sem samtökin telja að þurfi að mæta til að efla samkeppnishæfnina. Ingólfur segir að þar sé efst á blaði stöð- ugleikinn. „Það er mikilvægt bæði fyrir fyrirtæki og heimilin í landinu að efna- hagslegur stöðugleiki sé aukinn og hann sé jafnframt víðtækur. Sveiflur í starfsum- hverfi fyrirtækja m.t.t. gengis krónunnar og launabreytinga eru langt umfram það sem gerist í þeim löndum sem við erum að keppa við. Ekkert iðnríki hefur gengið í gegnum viðlíka sveiflu í raungengi krón- unnar og hið íslenska á síðastliðnum 15 árum en raungengi krónunnar er mæli- kvarði á þróun samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum keppinaut- um. Þessar miklu sveiflur eru öllum erf- iðar og koma niður á framleiðni og verð- mætasköpun.“ Hann segir að efnahagssveiflurnar hafi verið miklar hér á landi í samanburði við önnur ríki. „Íslenskt efnahagslíf er mjög sveiflukennt og mun sveiflukenndara en þau hagkerfi sem við viljum helst bera okkur saman við. Ástæða þess er smæðin og einhæfni í gjaldeyrissköpun ásamt lé- legri hagstjórn samhliða oft á tíðum mjög óöguðum vinnubrögðum við gerð kjara- samninga. Efnahagssveiflurnar hafa síðan endurspeglast í sveiflukenndri krónu.“ Gengi krónunnar hækkað Ingólfur segir að gengi krónunnar hafi lækkað mikið eftir efnahagsáfallið 2008 sem gerði landið samkeppnishæfara m.t.t. innlends kostnaðar. „Þannig varð landið m.a. ódýrara heim að sækja. En hins veg- ar hefur gengi krónunnar hækkað umtals- vert í núverandi efnahagsuppsveiflu. Launin hafa hækkað talsvert umfram framleiðnivöxt og hefur sá munur verið meiri hér á landi en hjá nálægum ríkjum. Þó hækkun gengisins og launahækk- anirnar séu að hluta leið til að skila efna- hagslegri velgengni til heimilanna í land- inu þá hefur þessi þróun skert samkeppnishæfni þeirra fyrirtækja hér á landi sem helst keppa við erlend. Það hef- ur m.a. komið niður á markaðshlutdeild þeirra og vexti útflutnings sem að hluta má tengja við veikari samkeppnisstöðu þjóðarbúsins í kostnaðarlegu tilliti.“ Hann segir því mikilvægt fyrir samkeppnishæfni Íslands að stjórnvöld og atvinnulífið noti allar leiðir til að tryggja aukinn og víð- tækari stöðugleika. Sveiflur „Það er mikilvægt bæði fyrir fyrirtæki og heimilin í landinu að efnahagslegur stöðugleiki sé aukinn og hann sé jafnframt víðtækur. Sveiflur í starfsumhverfi fyrirtækja m.t.t. gengis krónunnar og launa- breytinga eru langt umfram það sem gerist í þeim löndum sem við erum að keppa við. Ekkert iðnríki hefur gengið í gegnum viðlíka sveiflu í raungengi krónunnar og hið íslenska á síðastliðnum 15 árum.“ Samtök iðnaðarins gáfu út viðamikla skýrslu samhliða Iðnþingi og ber skýrslan sama heiti og yfirskrift Iðnþings 2018; Ísland í fremstu röð – eflum samkeppnishæfnina. Skýrslan sem er hátt í 100 síður er unnin af starfsmönnum Samtaka iðnaðarins en þar er horft til samkeppnishæfni Íslands út frá menntun, nýsköpun, innviðum og starfsumhverfi. Stöðugleikinn er efst á blaði 4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.