Morgunblaðið - 23.03.2018, Síða 112
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
G
óðir innviðir eru nauðsyn-
legir svo að fyrirtækin í
landinu geti þrifist vel.
Sigurður R. Ragnarsson,
forstjóri ÍAV, segir að í
röskan áratug hafi fjárfesting í upp-
byggingu innviða verið með minnsta
móti og brýnt sé að ráðast í fram-
kvæmdir á ýmsum sviðum. Um þetta
fjallaði hann í
pallborðs-
umræðum á Iðn-
þingi fyrr í mán-
uðinum.
Sigurður segir
vegasamgöngur
gott dæmi og
bendir á hversu
miklu var áorkað
á árunum 1991 til
2006 á höfuðborg-
arsvæðinu og í
nágrenni þess, en litlu eftir það og
biðtími í kerfinu aukist verulega. „Ef
við skoðum t.d. samgöngur á höf-
uðborgarsvæðinu þá var lyft grett-
istaki á þessu tímabili, s.s. með
færslu Hringbrautar, mislægum
gatnamótum við Skeiðarvog, tvöföld-
un Ártúnsbrekku og mislægum
gatnamótum við Höfðabakka, Suður-
landsveg og upp í Grafarholt við
Húsasmiðju, og áfram til norðurs
með tvöföldun vegarins í gegnum
Mosfellsbæ og byggingu Hvalfjarð-
arganga,“ segir hann.
Framkvæmdir sem hafa
gefið góða raun
„Framkvæmdirnar voru ekki minni
á norður/suður-ás höfuðborgarsvæð-
isins, með lagfæringum á gatnamót-
um Miklubrautar og Reykjanes-
brautar, mislægum gatnamótum við
Stekkjarbakka, við Mjódd, Smára-
lind, Arnarnesveg, Vífilsstaðaveg,
Kaldárselsveg, Ásbraut og tvöföldun
Reykjanesbrautar að stórum hluta.
Allt var þetta afrekað á þessu fimm-
tán ára tímabili, en undanfarin tíu ár
hefur nær ekkert gerst.“
Segir Sigurður að sumir haldi
þeim sjónarmiðum á lofti að ný um-
ferðarmannvirki séu óþörf, og leysi
engan vanda í samgöngum á höf-
uðborgarsvæðinu eða annars staðar.
„En þessu má svara með því að biðja
fólk að hverfa aftur til ársins 1991 og
minnast þess hvernig ástandið var
þá. Ef sömu sjónarmið hefðu orðið
ofan á fyrir rösklega aldarfjórðungi
byggjum við í dag við ástand sem
enginn myndi vilja.“
Hann bætir við að auk þess að
liðka fyrir samgöngum um alla höf-
uðborgina hafi þessar framkvæmdir
greinlega fækkað slysum. „Á öllum
þeim gatnamótum sem talin voru
upp hér að framan voru árekstrar al-
gengir, og oft um alvarleg slys að
ræða og jafnvel banaslys. Með út-
hugsuðum framkvæmdum á þessum
slysapunktum var slysunum nær út-
rýmt.“
Góðir hlutir gerast þar
sem lagðir eru góðir vegir
Góðar vegasamgöngur skipta at-
vinnulífið miklu og segir Sigurður að
fyrirtæki á landsbyggðinni standi
frammi fyrir alvarlegum vanda
vegna vega sem hafa fengið að
grotna niður og ráða ekki við þá
miklu aukningu umferðar sem orðið
hefur á þjóðvegunum. Hann segir
vissulega þörf á fleiri samgöngu-
mannvirkjum í höfuðborginni en þar
sé þó útlit fyrir að takist að halda yf-
irborði gatna í sæmilegu horfi með
átaki sem hófst á síðasta ári og verð-
ur framhaldið á þessu..
Slæmir vegir torvelda vöruflutn-
inga og fæla frá ferðamenn á meðan
góðir vegir leyfa gott flæði vöru,
starfsfólks og innlendra jafnt sem er-
lendra ferðamanna. „Við sjáum það
t.d. gerast með tvöföldun Reykjanes-
brautarinnar og betri tengingum út
frá höfuðborgarsvæðinu að búið er
að stækka atvinnusvæðið og vaxandi
fjöldi fólks sem getur búið í Reykja-
nesbæ, Hveragerði eða uppi á Akra-
nesi en unnið í Reykjavik – eða öfugt.
Tvöföldun Reykjanesbrautarinnar
hafði í reynd þau áhrif að stytta
ferðalagið á milli Reykjavíkur og
byggðanna úti á Reykjanesi og veg-
urinn þar að auki orðinn mun örugg-
ari, þó enn vanti herslumuninn sem
drífa á í að ljúka.“
Sigurður minnir á að sagan sýni
það glögglega að góðar samgöngur
eru einn mikilvægasti áhrifaþátt-
urinn hvað snýr að hagsæld þjóða.
Þegar saga Íslands er skoðuð megi
t.d. sjá hvernig bættar samgöngur
innanlands og út í heim hafa skapað
ný tækifæri og leiðir til tekjuöflunar.
„Fyrir skemmstu las ég áhugaverða
bók sem setti einmitt fram þá kenn-
ingu að betri samgöngur væru það
sem einkum skýrði það forskot sem
Evrópa hafði fyrr á öldum á heims-
hluta á borð við Afríku. Lönd Evrópu
nutu góðs af því að þar mátti flytja
vörur nokkuð greiðlega eftir ám sem
liggja hér og þar um álfuna á meðan í
Afríku voru sömu samgöngutæki-
færin ekki til staðar og því ekki sömu
möguleikarnir til viðskipta á milli
fjarlægra svæða. Með þetta í huga
gætum við rétt ímyndað okkur
hvernig atvinnulífið væri á Íslandi ef
enn þyrfti að ferðast á einbreiðum og
holóttum vegum hringinn í kringum
landið, og hvaða tækifæri fyrir minni
tafir í umferðinni, atvinnuuppbygg-
ingu, ferðamennsku og öryggi veg-
farenda gætu verið fólgin í að gera
enn betur en við gerum í dag.“
Atvinnulíf og
samfélag reiða
sig á innviðina
Eftir tímabil mikilla framkvæmda seint á síðustu
öld og fram á miðjan 10. áratug hefur vegakerfið
tekið litlum framförum. Ófullnægjandi dreifikerfi
raforku er farið að valda vandræðum.
Morgunblaðið/Golli
Smíði Úr safni, framkvæmdir við Hörpu. Góðir vegir, rétt eins og tónlistarhús, laða að gesti og styðja við ferðaþjónustu.
Sigurður
Ragnarsson
Vegirnir eru ekki eini hluti innviðakerf-
isins sem má bæta. Samtök iðnaðar-
ins gáfu út ítarlega skýrslu seint á
síðasta ári þar sem farið var yfir
ástand innviða í landinu og framtíð-
arhorfurnar skoðaðar. Komu ýmsar
brotalamir í ljós, þar á meðal að orku-
öryggi á landinu er ógnað vegna ófull-
nægjandi rafdreifikerfis.
„Það er eðlilegt að náttúran fái alla
jafna að njóta vafans þegar kemur að
framkvæmdum sem geta spillt útsýni
og breytt ásýnd landsins, en engu að
síður er ljóst að næg raforkufram-
leiðsla og gott dreifikerfi er forsenda
atvinnurekstrar og lífsgæða,“ segir
Sigurður. „Þá er líka ljóst að ef dreif-
ing orkunnar um landið væri betri þá
væri virkjunarþörfin minni. Á svæðum
eins og í Eyjafirði er nú svo komið að
á álagstímum þarf að nota díselraf-
stöðvar til þess að anna eftirspurn-
inni. Íhaldssemin þegar kemur að því
að hlífa landinu frekar en reisa línur
hefur því gert það að verkum að spúa
þarf díselreyk út í loftið í stórum stíl
þegar hægt væri að tengjast end-
urnýjanlegum og umhverfisvænum
orkugjöfum ef bara mætti flytja
orkuna betur á milli landshluta. Þess-
ari íhaldssemi fylgja líka samfélags-
legar afleiðingar, og hefur hún haft
áhrif á orkuöryggi í ákveðnum lands-
hlutum.“
Sigurður tiltekur líka samskiptin við
útlönd sem mikilvæga innviði. Hann
segir gott netsamband út í heim eitt-
hvað sem íslenskt atvinnulíf geti ekki
verið án, og hafi verðmætar nýjar at-
vinnugreinar sprottið upp í kringum
það að geta flutt gögn greiðlega til og
frá Íslandi og nýta íslenskt rafmagn.
Bent hefur verið á að huga verði að
framkvæmdum áður en langt um líð-
ur, endurnýja suma af þeim strengjum
sem fyrir eru og leggja nýja. „Mikið er
í húfi og sést kannski hvað best á því
að ef við myndum ímynda okkur að
netsambandið við heiminn slitnaði þá
væru áhrifin sambærileg við að færa
íslenskt atvinnulíf tuttugu ár aftur í
tímann.“
Áhyggjur af orkumálum
Nýsköpun Gagnaverin eru ný atvinnugrein sem reiðir sig á öruggar og hraðar tengingar við umheiminn.