Morgunblaðið - 23.03.2018, Qupperneq 115

Morgunblaðið - 23.03.2018, Qupperneq 115
spyrji sig hvort hér á að vera rekstrarlegt umhverfi og réttir hvatar til að Ísland geti verið fram- leiðsluland.“ Hvað er Sviss að gera rétt? Guðrún segir að það gæti jafnvel verið raunin að marka þurfi þá stefnu að íslensk framleiðslufyr- irtæki staðsetji sig nær eingöngu í efri lögum markaðarins. Segir Guð- rún ef til vill hægt að líta til há- launalandsins Sviss sem fyr- irmyndar í þessum efnum og leggja á herslu á möguleika á sviðum eins og matvælaframleiðslu og nýtingu íslensks hugvits: „Svisslendingar eru á margan hátt í svipaðri stöðu og Ísland; lítið land og eins konar eyríki í miðri Evrópu sem hefur þurft að laga sig að því að eiga mjög sterka ná- granna. Á sama hátt erum við ey- ríki með réttu og með Bandaríkin öðrum megin við okkur og Evrópu- sambandið hinum megin,“ útskýrir Guðrún og bætir við að Íslendingar geti lært margt gott af fleiri lönd- um. „Svisslendingum hefur tekist að byggja upp atvinnulíf sem bygg- ist á hugviti frekar en auðlindum, og búa að framleiðslugreinum sem þykja gríðarlega vandaðar. Í huga okkar allra er það til marks um gæði ef vara er framleidd í Sviss, og þýðir að þeir geta leyft sér að verðleggja sig hátt.“ Sviss er líka þekkt fyrir hófstillta skattheimtu og efnahagslegan stöð- ugleika. Ekki aðeins þýðir það að fyrirtæki þar standa betur að vígi en í mörgum nágrannalöndunum heldur laðar Sviss til sín fyrirtæki, jafnvel alla leið frá Íslandi. Nefnir Guðrún sem dæmi þegar Actavis flutti höfuðstöðvar sínar til Sviss eða þegar sprotinn Oculis tryggði sér jafnvirði 2,1 milljarðs króna fjárfestingu í byrjun þessa árs og tilkynnti um leið að fyrirtækið myndi flytjast til Sviss. Þörf fyrir heildræna stefnu Eitt af þeim skrefum sem Guðrún leggur til að stigin verði til að styrkja stöðu íslensks atvinnulífs er að gerð verði heildræn atvinnu- stefna. Hún segir slíka stefnu hafa verið mótaða í Sviss, og nú síðast að Bretar lögðust í umfangsmikla stefnumótun vegna þeirra breyt- inga sem Brexit mun hafa í för með sér. Hún segir að í gegnum tíðina hafi íslensk stjórnvöld mótað sér stefnu í ýmsum málaflokkum, en heildstæða atvinnustefnu hafi vant- að til þessa: „Og það er t.d. ekki hægt að móta vandaða mennta- stefnu nema sé líka búið að móta nýsköpunarstefnu þar sem reynt er að sjá fyrir hvers konar mannauð atvinnulífið mun þurfa á að halda eftir tíu, tuttugu eða þrjátíu ár. Stefnumótunin á mörgum sviðum þarf að vinna saman svo að til verði víðtæk og vönduð stefna fyrir at- vinnulífið í heild sinni.“ Nauðsynlegt er líka, að sögn Guðrúnar, að stjórnvöld, atvinnulíf og almenningur í landinu komi að því að efla iðn-, verk- og tækni- menntun. „Það gerum við fyrst og fremst með því að hvetja ungt fólk til að kynna sér fjölbreytt nám á þessu sviði sem og fjölbreytt, vel launuð störf. Í dag eru um 1.500 háskólamenntaðir án atvinnu en at- vinnuleysi finnst vart hjá iðnmennt- uðum. Fyrir nokkru auglýsti stórt íslenskt iðnfyrirtæki laus störf hjá fyrirtækinu þar sem auglýst var staða í móttöku. 130 umsóknir bár- ust og þar af voru 1/3 umsækjenda með meistaragráðu. Einnig var auglýst staða á fjármálasviði. 140 umsóknir og 2/3 með meistara- gráðu. Svo var auglýst eftir tveim- ur rafvirkjum og komu 7 umsóknir. Af þessum störfum voru hæstu launin greidd fyrir rafvirkjastörf- in.“ Morgunblaðið/Eggert FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 MORGUNBLAÐIÐ 11 Rekstrarumhverfi sem bætir sam- keppnishæfni íslenskra fyrirtækja þýðir að þau verða betur í stakk búin til að ráðast í útflutning . Með út- flutningi verður reksturinn hag- kvæmari svo að lækka má verð, og ný störf verða til. Segir Guðrún að allt haldist í hendur:réttar ákvarðanir stjórnvalda, öflugur atvinnurekstur í landinu og góð lífskjör almennings. „Stærð íslenska markaðarins setur okkur ákveðin takmörk enda neyt- endurnir ekki fleiri en 330.000 tals- ins. Með því að geta átt erindi við er- lenda markaði og þannig aukið bæði sölu og veltu væri hægt að skapa fleiri störf og skapa meiri verðmæti fyrir þjóðarbúið.“ Guðrún bendir á að á Íslandi starfi um 40.000 manns í iðnaði af ýms- um toga, allt frá kvikmyndafram- leiðslu og matvælagerð yfir í áliðnað og smíði fullkominna fisk- vinnslutækja. „Ríflega einn af hverj- um fimm launþegum starfar í iðnaði og því í grein sem við viljum standa vörð um og efla.“ Hún nefnir sem dæmi hve áhrifin gætu verið mikil hjá ekki stærra fyr- irtæki en Kjörís ef samkeppn- isforsendurnar við útlönd væru aðr- ar. „Við rekum þetta tiltölulega litla fyrirtæki í Hveragerði með rétt um 60 starfsmenn. Væri hægt að nýta dýr framleiðslutækin betur ef mark- aðurinn væri stærri og getum við t.d. gert okkur í hugarlund að ef tækist að koma í kring sölu inn á Bretlands- markað myndi í sjálfu sér ekki þurfa nema að komast að hjá nokkrum stórmörkuðum til að hér þyrfti að vinna á tvöföldum eða þreföldum vöktum. Það myndi síðan þýða að fjölga þyrfti starfsmönnum úr 60 upp í 80 eða jafnvel 120, og liggur í hlutarins eðli að það yrði mikil inn- spýting fyrir samfélag eins og Hvera- gerði þar sem búa í dag um 2.500 manns.“ Guðrún segir dæmið til þess fallið að sýna hvaða kraftar gætu losnað úr læðingi ef að rekstrarumhverfið ýtti undir samkeppnishæfni íslensks iðnaðar frekar en draga úr henni. „Með okkar fyrirtæki, rétt eins og önnur, þýðir aukið svigrúm að tækifærunum fjölgar til að fram- leiða meiri verðmæti, hækka laun og bæta lífskjör.“ Nefnir Guðrún tryggingagjaldið sérstaklega í þessu samhengi. „Þrátt fyrir endalaus loforð um lækkun er það enn mjög hátt í samanburði við það sem var fyrir 2009. Með lækkun trygging- argjalds gæfist iðnaðinum tæki- færi til eflast og fara í þarfar fjár- festingar.“ Samkeppnishæfni og atvinnu- sköpun haldast í hendur Morgunblaðið/Golli Tækifæri Starfsmenn Kjörís útbúa ísblönduna. Betri rekstarskilyrði gætu skapað grundvöll fyrir útflutningi sem aftur myndi skapa störf og verðmæti. Kjarasamningar losna um áramót og segir Guðrún að ákveðinnar óþreyju gæti nú á meðal launþega. Hún segir að í viðræðunum framundan sé nauðsynlegt að allir aðilar komi að borðinu af ákveðinni yfirvegun og án gífuryrða. Það sé ljóst að boltinn sé m.a. hjá stjórnvöldum: „Þær launahækkanir sem fólkið í landinu hefur fengið á undanförnum árum hefur ríkið tekið að hluta til sín í formi lægri barnabóta og lægri vaxtabóta. Þá er það ekki síst undir stjórnvöldum komið að greiða úr húsnæðisvandanum sem ég held að sé rót þeirrar óánægju sem greina má í röðum launþega. Á höf- uðborgarsvæðinu, þar sem vandinn er mestur, hefur of mikil áhersla verið lögð á þéttingu byggðar sem hefur skilað dýru húsnæði inn á markaðinn en nær væri fyrir borgina að stuðla að uppbyggingu á jaðri höfuðborgarsvæðisins þar sem húsnæði gæti verið ódýrara. Þá er eðlilegt að spyrja hvers vegna lóðaverð þarf að vera svona rosalega hátt, og einn stærsti hlut- inn af byggingarkostnaðinum,“ segir Guðrún og bætir við að henni þyki skömm að því að ástandið á hús- næðismarkaði sé orðið svo erfitt að fólk þurfi jafnvel að hafast við í tjöldum og hjólhýsum um hávetur. „Ég leyfi mér samt sem áður að vera bjartsýn á að með samstilltu átaki atvinnulífs, stjórnvalda og laun- þega getum við skapað hér starfsumhverfi sem mun færa Ísland í fremstu röð.“ Ríkið tók til sín hluta launahækkana Morgunblaðið/Hari Framkvæmdir „Er það ekki síst undir stjórnvöldum komið að greiða úr húsnæðisvand- anum sem ég held að sé rót þeirrar óánægju sem greina má í röðum launþega.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.