Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 13
BREIBFIRBINGUR
11
Sœluktar eyjarnar bíða,
í sólvermdum brimgný þær bíða glœstari tíða.
Og loks mun hver eyja aftur byggð,
aftur mótast hin forna tryggð,
aftur blómgast sú dirfsku-dyggð
er dýrust geymist í sögum,
og skáld vor hafa blessað í dýrum brögum.
Þá tendrast að nýju Ijós við Ijós,
þá leiftrar að nýju kappans hrós,
þá blómstrar að nýju blómleg rós
á björtum ungmeyjar vanga.
A hugljómans vegum björtustu blómin anga. —
Sem barn kynntist höf. kvæðisins „Úti við eyjar“ Breiða-
fjarðareyjum, úr nokkurri fjarlægð, nánar tilgreint innan
úr Dölum. Strax sem barn sá hann þær í hillingum, er
ekki hefir tekið miklum breytingum, þótt aldursárum hafi
fjölgað. Sögur og sagnir og umræður í daglegu lífi skópu
þar ævintýraheim, er stóð ofar öðrum byggðum bólum á
íslandi. Þar var staður hetjanna í baráttu lífsins, staður
tryggða og fórna, staður ódauðlegra orða og athafna, sbr.
Ingjald í Hergilsey, og meitluð orð hans, er hann barg út-
laganum Gísla Súrssyni, („Ek hefi vánd klæði, ok hryggir
mig ekki þó ek slíti þeim ekki gerr,”) staður menningar og
fræða sbr. prentsmiðju og stórgjafir til menningarmála, og
samanber einnig fræðaþul, er situr undir súð hjá koffort-
inu sínu og færir í letur þjóðlegar sagnir og fróðleik. Stað-
ur allsnægta, þar sem matarholurnar reyndust svo ríkar