Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 54
52
BREIÐFIRÐINGUR
Væri allt það efni, sem flutt hefur verið á þessum kvöld-
um Breiðfirðinga komið í eitt, yrði það myndarleg bók,
fjölbreytt að efni, fróðleg og skemmtileg.
Ekkert í starfsemi félagsins vekur meiri ánægju, umtal
og hugsun heima við Breiðafjörð, en þessar kvöldvökur.
Mættu þær verða starfshefð, sem jafnan væri vel til
vandað meðan félaginu endist kraftur til, væri það vel farið.
En hezt væri, að þeim væri ætlaður ákveðinn tími á ár-
inu og fastari sess í stjórnarskipun félagsins, annars geta
þær gleymzt og fallið brott.
Yfir öllu, sem merkast er verður að vaka með hugsun
og árvekni. Og þetta er meira og merkara starf, en flestir
gera sér grein fyrir.
Heiðursfélagar.
Breiðfirðingafélagið var ekki nema aðeins 7 ára gamalt,
þegar það valdi heiðursfélaga sína hina fyrstu.
Var þó hvorugur þeirra úr hópi félagsmanna. En það
mætti í fljótu bragði virðast undarlegt.
En sé betur athugað kemur í ljós, að félagið vill með
slíkri útvalningu veita sérstakar þakkir þeim, sem brugðið
hafa birtu á veg og starfsemi félagsins, án þess að þar
bæri nokkur skylda til.
Þannig var því á aðalfundi hinn 11. jan. 1945 samþykkt
að velja tvo heiðursfélaga þá Gunnar Sigurgeirsson, söng-
stjóra og Valdimar Björnsson, sjóliðsforingja.
Sennilega hafa þarna ráðið nokkru áhrif frá lýðveldis-
stofnuninni 1944.