Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 16
14
BKEIÐFIRÐINGUR
er þó okkar liérað engin undantekning. Sama saga hefur
gerzt í flestum héruðum landsins.
A sama tíma, eða tímabilinu frá 1938—1968 hefur véla-
notkun samhliða aukinni ræktun skapað meiri framleiðslu
en áður, þrátt fyrir færri vinnandi hendur. Ný tæki og
aukin þekking búhátta hafa gert stórlega meira en halda
í horfi með framleiðslu.
Á hinn bóginn hafa breytingar í félags- og menningar-
málum orðið með öðrum hætti í sýslunni.
Félög unga fólksins, ungmennafélögin eru nú alger
svipur hjá sjón, miðað við það, er bezt gerðist áður.
Fólksfæðin, samfara gjörningaþoku tveggja styrjalda
hafa lamað þau samtök að verulegu leyti. Svipað er að
segja með önnur félagasamtök, að undanskyldum kven-
félögum, sem hér starfa eigi minna en áður og er það út
af fyrir sig athyglisvert.
Nýhafin, skipulagsbundin æskulýðsstarfsemi lofar hér
góðu.
Notkun bókasafna er orðin sáralítil miðað við það sem
var fyrir þremur áratugum. Bókakaup heimilanna eru að
vísu vafalaust nokkru meiri nú en áður, en mest hefur
útvarp og nú síðast sjónvarpið, dregið úr bóklestri.
Sá þáttur menningar, er að fræðslumálum snýr, hefur
nokkuð breytzt og raunar ekki ósvipað og hin atvinnulega
bylting. Búðardalsþorp, er fyrir þrjátíu árum hafði um
fimmtíu íbúa, hefur nú meira en þrefaldað íbúatölu sína,
og hefur nú sinn heimangönguskóla fyrir 30—40 börn. Allir
hreppar sýslunnar hafa nú sameinast um Laugaskóla. Frá
hausti 1967 ljúka nemendur skyldunámi sínu í skólanum.
Húsmæðraskólinn að Staðarfelli starfar í endurbættum