Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 40
38
BREIÐFIRÐINGUR
Ritnefnd Breiðfirðings
má þar af mörgum ástæðum telja fyrsta.
Bæði er þar um að ræða eitt elzta og helzta af hugsjóna-
málum félagsins, og svo er ritið þegar allt kemur til alls
eitt helzta minnismerki við gengnar brautir þess alla þessa
áratugi og geymir margar merkar greinar.
Það var strax á árunum 1940—41 að því máli var hreyft
á fundum, og þó sérstaklega í málfundadeild, að félögum
sem þessu væri bæði nauðsyn og hið mesta skart að eiga
tímarit, þar sem skráð væri um helztu áhugamál þess heima
og heiman, og þá jafnframt ritað um erfðir og sagnir
heiman að í anda þeirrar stefnuskrár, sem félagið hefði
sett sér.
Það var á fundi 25. apríl 1941, að nefnd, sem hafði at-
hugað þetta málefni lagði fram tillögur sínar með fram-
sögn Ragnars Jóhannessonar, ungs og glæsilegs inennta-
manns frá Búðardal, sem þá las til magistersgráðu við
Norrænudeild Háskólans.
Undirbúningur þótti þá ekki nægur til útgáfu ritsins, en
var vísað til nefndar. Og var svo um tíma. En á næsta ári
1942 kom út fyrsti árgangur ritsins og er það því nákvæm-
lega 25 ára garnalt, þegar þetta er ritað í nóv. 1967.
Mun það vera eina átthagatímaritið, sem svo lengi hefur
lifað, og líklega eina tímarit sinnar tegundar á íslandi nú.
Fyrsta ritstjórn Breiðfirðings var þannig skipuð: Ragn-
ar Jóhannesson, Andrés Straumland, Jóhann Jónasson, en
afgreiðslumaður Jóhannes Jóhannesson.
En síðar hafa fleiri verið í ritstjórn og unnið að því á
ýmsan hátt og flestir sem sjálfboðaliðar að mestu.