Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 51
BREIÐFIRÐINGUR
49
Og svo má minnast þess, að aldrei fær Breiðfirðinga-
félagið slíkar þakkir sem á þessum hátíðasamkomum. Satt
að segja fær það sjaldan þakkir, nema þá. En þær eru líka
af einlægni fluttar og þeim hlýhug, sem vegur á móti öllu
tómlæti, skilningsleysi og vanþakklæti, sem hversdagsleik-
inn hylur með þá starfsemi, sem slík félög inna af höndum.
Enginn hefur oftar stigið í ræðustól þakklætisins en
Eyjólfur frá Dröngum. Og mörgum verður þessi breið-
firzki þulur og höfðingi minnisstæður á pallinum, klökkur
og djarfur í senn eins og persónugervingur átthaganna fold-
gnárra fjalla og vorgolu í birkirunni í einni lifandi veru.
Kristín Sigfúsdóttir, frá Syðri-Völlum, sem í æsku tók
ástfóstri við Stykkishólm og telur sig líkt og fósturdóttur
breiðfirzkra byggða, hefur einnig oft talað í lok þessara
hátíðahalda aldraðra Breiðfirðinga og einnig flutt falleg
þakkarorð í dagblöðunum.
Alltaf er fullt hús á þessum samkomum. Oldruðum
Breiðfirðingum fækkar ekki og allir kunna að meta þessar
hljóðlátu hátíðastundir, því hér er einnig ótalið eitt mesta
ánægjuefnið. En það er að masa saman yfir kaffibollum
og brauði, rifja upp gamlar minningar, hitta vini og kunn-
ingja, sem ekki hafa sézt um margra áratugi, tala við
Breiðfirðinga, sem ekki höfðu áður orðið á vegi.
Þannig líður fljótt þessi vordagur Breiðfirðingafélags-
ins, þar sem hlúð er að æskunni í sálunum og tendruð
bros á rúnum ristum andlitum, kveikt ljós í annars döpr-
um augum.
Kannske er slík starfsemi ekki metin út á við sem skyldi,
en samt er þarna í leyndum unnið kærleiksverk í anda
hinnar fögru áminningar skáldsins:
L