Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 104
102
BREIÐFIRÐINGUR
orð fyrir samheldni og sérlega góðan félagsanda. Vöxtur
hennar og gengi á liðnum árum verður þó ekki þakkaður
neinum einstökum, heldur hinu, að hönd hefur jafnan stutt
hendi í öllu félagsstarfinu og misklíð um stjórn hennar
aldrei komið upp. Fyrsti formaður deildarinnar var Asgeir
Ármannsson, en núverandi formaður er Halldór Magnússon.
Ferðalög Breiðfirðingafélagsins.
„Ó, ferðalífið frjálsa,
hve fagnar hjartað þá,
er gyllir hnúka og hálsa
hin hýra sólarbrá.“
Það var Matthías Jochumsson, breiðfirzka stárskáldið,
sem sagði forðum:
„Látum af hárri heiðarbrún
ljóshraða svífa sjón
sviptígið yfir frón.“
Fátt mun fegra en útsýni yfir Breiðafjörð t.d. af Kerl-
ingarskarði, svo að ekki sé nú talað af Vaðafjallatindi eða
Snæfellsjökli sjálfum, konungi vestfirzkra fjalla.
Og í dölum og fjörðum og eyjum leynast óteljandi staðir,
sem geyma ekki einungis óviðjafnanlega friðsæld, fegurð
og unað, heldur einnig auðlegð minninganna, spor kyn-
slóðanna, spor smárra fóta, sem nú troða malbik og gólf-
teppi og „aldrei koma aftur upp í fjallhagann sinn“.
En vegna þessarar fegurðar og þeirra minninga, sem
hún eftirskilur börnum breiðfirzkra byggða, hefur það alla
tíð verið eitt af verkefnum félagsins að stofna til heppi-
legra og ódýrra ferðalaga, einkum til bernskustöðvanna á