Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 66
64
BREIÐFIRÐINGUR
um tíma og unnt þætti að styrkja, þegar sjóðurinn vex til
framkvæmda.“
Eins og sjá má af þessari stefnuskrá er takmarkið hátt,
sem stefnt er að og mörg verðug viðfangsefni.
Og í sömu átt benda nöfn og minningar þeirra manna,
sem nú þegar hafa verið ritaðir inn til sjóðsins.
Var þar fyrstur eins og áður er sagt, liinn vinsæli söngv-
ari og skáld Jón frá Ljárskógum. En hans var mikið saknað.
Og sannarlega gæti það verið verðugt upphaf starfs hjá
sjóðnum að styðja með fjárframlagi breiðfirzkan söngvara
eða tónlistarmann til náms.
En þótt sjóðurinn væri þannig myndaður sem minningar-
sjóður Jóns frá Ljárskógum árið 1945, var skipulagsskrá
hans ekki gjörð né samþykkt formlega fyrri en 21. apríl
1954. Og þá var sjóðnum valið nafnið Minningarsjóður
Breiðfirðinga og átti að geta verið til minningar um ákveðna
einstaklinga og borið nöfn þeirra inn á við, en starfa sem
einn sjóður út á við, þegar til fjárveitingar kæmi og undir
sameiginlegri stjórn. Atti þetta skipulag að koma sjóðnum
fyrr til framkvæmda og gera hann virkari, en margir
smásjóðir gætu nokkru sinni orðið.
Fyrsta stjórn sjóðsins, valin þetta ár, er enn þá óbreytt,
en hana skipa: Ólafur Jóhannesson, kaupmaður, sem verið
hefur áhugasamur framkvæmdastjóri sjóðsins alla tíð og
með honum Ástvaldur Magnússon og Jón Júlíus Sigurðsson.
Gerð voru falleg minningarspjöld fyrir sjóðinn, með
mynd af hnígandi sól við Snæfellsjökul, en yfir jöklinum
svífa svanirnir þrír, táknmynd breiðfirzkra byggða í fána
Breiðfirðingafélagsins.