Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 74
72
BREIÐFIRÐINGUR
Jijónustu á Reykhólum í sambandi við hana, bæði til fram-
gangs og fjáröflunar fyrir kirkjubygginguna.
A Reykhólum talaði sr. Árelíus, en í Bjarkalundi Stein-
grímur Þorsteinsson, prófessor, en hann er kvæntur dóttur-
dóttur skáldsins.
Hámarki náði Jiessi framkvæmd félagsins, þegar Þóra
Matthíasdóttir, sú af börnum hans, sem ber nafn móður
hans gekk fyrir altarið í Reykhólakirkjunni gömlu og
Jiakkaði og hvatti til dáða á þessari hugsjónabraut, þar sem
hinu gamla, sem var, væri lyft upp í framför, hafið og prýtt.
Sigurður Hólmsteinn minnti þar einnig á fyrstu gjöfina
í Mæðrasjóðinn, sem þau systkin, hann og frú Halldóra
Jónsdóttir hefðu lagt fram til minningar um foreldra sína,
Júlíönu Hansdóttur og Jón Sigurðsson, hjón í Flatey fyrir
14 árum síðan, nam upphæðin kr. 1644.00.
Þar með var brautin opnuð og nú streymdu gjafir til
kirkjunnar og er svo enn. Síðasta gjöfin, sem ég veit um
í Jiennan sjóð, er stórgjöf frá Sæmundi Björnssyni og fjöl-
skyldu hans nú á árinu 1967.
En Breiðfirðingafélagið og Breiðfirðingaheimilið hf.
lögðu fram tugþúsundir til kirkjubyggingar þessarar sam-
anlagt og gáfu fagran prédikunarstól í stíl við hörpu skálds-
ins og liljublað minninganna og auk þess komu margir góð-
ir gripir í kirkjuna beint og óbeint fyrir atbeina félagsins.
Og að síðustu fjölmennti félagið til kirkjuvígslunnar
árið 1963.
Annað málefni, sem telja má mikinn sigur fyrir félagið,
þótt auðvitað komi þar fleira til greina og vinni, að sama
verki, er breyting sú, sem orðin er á aðstöðu og aðsókn í
húsmæðraskólanum á Staðarfelli.