Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 62
60
BREIÐFIRÐINGUR
Og án slíkra manna og kvenna gæti það aldrei þrifizt né
átt nokkra framtíð.
Þeir skapa því birtu og vonir, og fordæmi þeirra þarf
að vera þeim, sem starfa í nútíð og framtíð leiðarljós.
Því má óska að minningarnar um þá lifi bjartar og verm-
andi um ókomin ár.
Söfnun og sjóSir.
Langsamlega mest af því fé, sem safnazt hefur, bæði
sjálfrátt með beinum fjáröflunarleiðum og óbeint með
félagsgjöldum, gjöfum og vöxtum, hefur í áranna rás runn-
ið á einn eða annan hátt til húsakaupa félagsins.
Breiðfirðingaheimilið var á sínum tíma það takmark,
sem stefnt var að í fjármálum.
Raunar var sú tíð að mestu liðin hjá á fyrsta áratug fé-
lagsins eða fyrstu tveim áratugum að minnsta kosti. Og
síðan má segja, að lítið hafi verið um beina fjáröflun og
fáar fjáröflunarleiðir.
Fé hefur yfirleitt reynzt nægilegt til rekstrar þeirri
starfsemi, sem félagið hefur haft með höndum hin síðari
ár, en það hefur aðallega verið kynningar- og skemmtistarf-
semi, auk þeirra hátíðastunda, sem nefndirnar sjá um og
áður er getið hér í þessu yfirliti.
En vel mætti muna, að orðið félag felur það meðal ann-
ars og samkvæmt merkingu og eðli í sér, að fólkið, sem
þar starfar saman leggi saman fé, leggi á sig fórnir til
eflingar stefnu og tilgangi, takmarki og hugsjónum sam-
taka sinna.
Þess vegna má sá félagsskapur gæta vöku sinnar og