Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 121
BREIÐFIRÐINGUR
119
Ekki má þó halda, að þessi eldheiti málflutningur á
blöðum ritsins, sem virðist hafa heimsótt flest heimili vest-
anlands, hafi verið árangurslaus. Það var öðru nær. Þarna
var skorin upp herör, sem hitti beint í mark og virðast
margir hafa tekið í sama streng síðar.
Eftir sjötíu ár frá útkomu þessa rits og þessarar greinar
um bölvaldinn mikla, áfengið, eða brennivínið eins og það
er nefnt umbúðalaust og talið orsök marga slysa, flestra
glæpa og ógæfu, var nefnilega öllu áfengisböli útrýmt á
íslandi. Og árið 1916—1917 mátti sem sagt loka hinu
eina fangelsi þjóðarinnar við Skólavörðustíg. Það var ann-
að hvort einn eða örfáir, sem þangað þurflu að fara. En
þá var áfengisbann á landi hér.
Hve margir þurfa nú að gista fangelsi á degi hverjum?
Það mættu því sum fjölmiðlunartæki nútímans öfunda
þetta litla tímarit af því valdi, sem orð þess virðast hafa
náð og því sæði, sem bar svo hundraðfaldan ávöxt. Og í
sömu héruðum, sem þá eru talin sýkt af brennivínsþambi,
sá ég, sem ólst þar upp á fyrstu áratugum 20. aldar eða
60 árum síðar, aldrei brennivínsflösku 20 fyrstu ár ævinnar.
Það má því telja orð Gests Vestfirðings um skaðræði of-
drykkjunnar í tíma töluð.
Áður en sýnd verða nokkur sýnishorn eða öllu heldur
lesin af efni og rithætti Gests frá fyrstu hendi, er áhuga-
vert að minna á þann sérstaka blæ, sem hugsunarháttur rits-
ins ber. Það eru hugsjónir ritenda og ritstjóra, sem móta
allan búning orða og efnis. En þær hugsjónir mættu flokk-
ast undir orðunum: Verið fullkomnir.
Virðing fyrir svokölluðu heldra fólki er auðfundin svo
að segja á hverri blaðsíðu. Og heldra fólkið er prestar,