Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 121

Breiðfirðingur - 01.04.1968, Page 121
BREIÐFIRÐINGUR 119 Ekki má þó halda, að þessi eldheiti málflutningur á blöðum ritsins, sem virðist hafa heimsótt flest heimili vest- anlands, hafi verið árangurslaus. Það var öðru nær. Þarna var skorin upp herör, sem hitti beint í mark og virðast margir hafa tekið í sama streng síðar. Eftir sjötíu ár frá útkomu þessa rits og þessarar greinar um bölvaldinn mikla, áfengið, eða brennivínið eins og það er nefnt umbúðalaust og talið orsök marga slysa, flestra glæpa og ógæfu, var nefnilega öllu áfengisböli útrýmt á íslandi. Og árið 1916—1917 mátti sem sagt loka hinu eina fangelsi þjóðarinnar við Skólavörðustíg. Það var ann- að hvort einn eða örfáir, sem þangað þurflu að fara. En þá var áfengisbann á landi hér. Hve margir þurfa nú að gista fangelsi á degi hverjum? Það mættu því sum fjölmiðlunartæki nútímans öfunda þetta litla tímarit af því valdi, sem orð þess virðast hafa náð og því sæði, sem bar svo hundraðfaldan ávöxt. Og í sömu héruðum, sem þá eru talin sýkt af brennivínsþambi, sá ég, sem ólst þar upp á fyrstu áratugum 20. aldar eða 60 árum síðar, aldrei brennivínsflösku 20 fyrstu ár ævinnar. Það má því telja orð Gests Vestfirðings um skaðræði of- drykkjunnar í tíma töluð. Áður en sýnd verða nokkur sýnishorn eða öllu heldur lesin af efni og rithætti Gests frá fyrstu hendi, er áhuga- vert að minna á þann sérstaka blæ, sem hugsunarháttur rits- ins ber. Það eru hugsjónir ritenda og ritstjóra, sem móta allan búning orða og efnis. En þær hugsjónir mættu flokk- ast undir orðunum: Verið fullkomnir. Virðing fyrir svokölluðu heldra fólki er auðfundin svo að segja á hverri blaðsíðu. Og heldra fólkið er prestar,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.