Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 60
58
BREIÐFIRÐINGUR
hinni nýju Grundarfjarðarkirkju til minningar um æsku
unnustu sína, Þórunni Stefánsdóttur frá Flatey.
En kona Snæbjarnar, Anna Friðriksdóttir, hljóðlát kona
og trygg býr enn hér í borginni.
Síðasti heiðursfélaginn og sá sjötti í röðinni er svo Óskar
Bjartmarz, sem einnig hefur verið með frá upphafi.
Hann hefur lengi verið í stjórn og einn af fyrstu riturum
félagsins, og það hefur starfið gengið í arf til eftirkomend-
anna, því að nú var Björn sonur hans ritari og hefur verið
það með miklum sóina í nokkur ár, þar til hann varð for-
maður.
En það er ein af þeim óskum félagsmanna og félags-
starfsins, sem sjaldan rætist, að börnin taki við af foreldr-
um við félagsstörfin. Og er það í rauninni eitt af harmsefn-
um á hugsjónaferli þessa félags og líklega allra átthagafé-
laga að svo verður sjaldan.
En til þess liggja auðvitað eðlilegar orsakir, umhverfið
sjálft.
Óskar Bjartmarz hefur lengst og nær alltaf verið traust-
ur tengiliður milli Breiðfirðingafélagsins og Breiðfirðinga-
heimilisins hf., og um áratugi verið starfsmaður þess síðar-
nefnda um leið og síns félags og hefur fyllilega tekizt sá
fágæti vandi að vera beggja vinur og báðum trúr, en það
tekst honum vegna lipurðar sinnar og greiðvikni, sem hjá
öðrum er kostur, en hjá Óskari manndyggð, en jafnframt
vegna þroskaðrar réttlætiskenndar og grómlausrar trú-
mennsku í smáu og stóru. Nú um árabil hefur Óskar verið
skrifstofumaður Breiðfirðingabúðar, sem er rekin sem
samkomuhús og kvöldskemmtistaður og hefur Breiðfirð-