Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 120
118
BREIÐFIRÐINGUR
farið aftur, þótt ótrúlegt sé. Og má segja, að nú venji börn-
in ekki síður foreldra sína en foreldrar börn sín.
Vitnisburðarbækurnar, sem Gestur minnir á og telur
flestu nauðsynlegri sem persónuleg skilríki, eru nú alveg
úr sögunni í sinni upphaflegu mynd. En það voru með-
mæli eða vitnisburður sem hjú og lausafólk fékk hjá presti
sínum þegar það flutti milli sókna. Trúmennska, húsbónda-
hollusta, hlýðni og „viljugheit“ þóttu þar stærstu dyggðir.
Ekki munu samt samt allir hafa getað sýnt góða vitnis-
burðarbók. Þeir voru ekkert myrkir í máli gömlu prestarn-
ir um galla alþýðufólks og hjúa. Eitt er víst, að fáar munu
til nú vitnisburðarbækurnar síðan fyriir 100 árum. Fæstir
hafa því líklega varðveitt þar vel. En gaman væri að sjá,
þótt ekki væri nema eina.
Nú geymir fólk vitnisburðarbækur skólanna og einkunnir
þeirra þykja hvarvetna nauðsynlegar, en betra mun samt
þykja að hafa þær í tölum en orðum.
Um húsabyggingar er ekki síður rætt nú en þá, og mun
það mál aldrei fremur á dagskrá en einmitt á síðustu
tímum.
En heldur þættu þau hús líklega léleg, sem þá var kennt
að byggja. Hver mundi nú vilja búa í moldarkofum þeim,
sem reistir voru fyrir 120 árum.
En eitt málefni, sem Gestur Vestfirðingur ræðir af einna
mestum hita og eldmóði, er nú, eftir meira en öld, svo mjög
í tíma talað, að flytja mætti orð fyrir orð þessa ritgjörð
og mundu flestir eða allir halda, að hún væri samin í dag
til varnaðar þeim voða, sem skelfir þjóðina.
En það er ritgjörðin um skaðræði ofdrykkjunnar, sem
birtist þó nafnlaus í fyrsta hefti þessa 120 ára tímarits.