Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 119
BREIÐFIRÐINGUR
117
um og þau eru nú, þótt í öðru formi sé og með öðrum svip.
Árferðið er líklega enn efst á lista, þótt ekki sé það
nærri eins þýðingarmikið nú fyrir alla velferð fólks eins
og þá var. Alltaf eru þó veðurfréttirnar fyrstar og síðastar
ef svo mætti segja, í útvarpi og blöðum, þótt tímarit sleppi
þeim líklega að mestu leyti.
Búnaðarhættir, verzlun og stjórnarfar eru hátt í hugum
fólks eins og fyrir 120 árum og bjargræðisvegir þýðingar-
miklir, þótt fleiri séu en þá. Og enn fá prestar og læknar
sína hörðu dóma og þykja rækja misjafnlega skyldur sínar
og embætti, þótt þeir njóti vart þeirrar virðingar sem þá,
þótt alltaf hafi íslendingar skympast að sínum embættis-
mönnum á bak, jafnvel bæði lífs og liðnum, sérstaklega
prestum.
Ritgerðabálkurinn verður að vissu leyti fjærlægari í
sínum 120 ára búningi. En samt má greina þar sömu vanda-
málin, þótt segja mætti ofurlítið tilfært.
Víst ræðir enginn eða kennir ljáasmíði í dag, en í stað
þess er komin fræðsla um búvélar, og mætti þó sannarlega
betur gera, meðan vélakostur bænda fyrir milljónir króna
er vart í húsum að vetri, en mætir hríðum og hreggi óvar-
inn víða minnsta kosti fram eftir vetri.
Meðferð búsmala, útigangur hrossa og ill meðferð á
skepnum er enn rædd, en tæpast mun þó meiri munur á
nokkru hjá sömu þjóð, en aðbúnaði húsdýra nú og fyrir
120 árum. Samt munu útigangshross enn vera illa haldin
á íslandi, en það er venjuhelguð þjóðarskömm.
Uppeldismálin eru enn hátt á lista í öllum blöðum og
tímaritum og mætti þó margt læra af leiðbeiningum Gests
Vestfirðings um hvernig venja skuli börn. Þar hefur ýmsu