Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 18
16
BREIÐFIRÐINGUR
á enda — í sama skilningi og verið hefur. — Þá kann að
hefjast nýtt landnám í ríki moldar og gróðurs. Landnám,
sem hrópar á fleiri hendur undir merki búnaðar og gróanda.
I þrjátíu ár hefur Breiðfirðingafélagið verið tengiliður
milli fólksins, er á sínum tíma kvaddi heimabyggð og hóf
störf á nýjum vettvangi.
Hlutverk átthagafélaganna hefur verið öðru fremur að
skapa þeirri kynslóð heilnæmt og hlýtt skjól í ys og hraða
borgarlífsins. -— Næstu kynslóðir kynnu að líta öðrum aug-
um á þýðingu þessa félagsskapar. Er það að vonum. Full-
yrða má, að tímabært væri að kanna, hvort ekki væri hægt
að taka upp enn nánara samband og samskipti milli félags-
manna og heimabyggða. Mér dettur t. d. í hug árlegt mót
heima í héraði, þar sem stefnt væri að nánari kynnum.
Færi slík mót vel úr hendi, er ekki að efa árangur, sér-
staklega fyrir það unga fólk, sem alist hefur upp í Reykja-
vík og kann ekki þau skil á lífi og starfi hér heima sem
eldri kynslóðin.
Einnig væri mjög vel til fallið að félagið styddi með
einhverjum hætti, t. d. bókagjöfum, svo eitthvað sé nefnt
— til elliheimilisins að Fellsenda, þar sem fátæk en lífs-
nauðsynleg stofnun er að skríða á legg.
Hér í samskóla sýslunnar að Laugum er kominn vísir að
bókasafni í tveimur deildum. Annars vegar eru bækur til
lestraræfingar og tómstundafyllingar — hins vegar hand-
bækur kennara og hjálparbækur fyrir nemendur unglinga-
stigsins, sem á sjálfstæðan hátt, undir handleiðslu kennara,
vilja afla sér frekari þekkingar. Enginn vafi leikur á að
þetta bókasafn gegnir vaxandi hlutverki á komandi árum,