Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 72
70
BREIBFIRBINGUR
hinna fremstu í framsækni á sviði andlegs þroska og þjóð-
legra mennta.
A nokkur slík atriði hefur þegar verið minnzt t. d. starf
Breiðfirðingakórsins, útgáfu tímarits í átthagafróðleik,
kvöldvökur í útvarpinu á vegum félagsins og efni þeirra,
tafldeild karla og handíðadeild kvenna, ennfremur söfnun
til Björgunarskútusjóðs og minningarsjóðina.
En hér þykir samt hlýða að minnast á fleira, sem ekki
fellur beinlínis undir neitt af þessu, sem hér er nefnt.
Kirkjur hafa alla tíð þótt hið mesta og bezta tákn um
menningu, sé vel að þeim búið og fagrir gripir þeim gefnir,
ekki er það síður, ef hægt er að helga kirkjuna eða bygg-
ingu hennar kunnum mönnum eða frumherjum andlega
mennta á hverjum stað.
Þessu var þó ekki beinlínis til að dreifa við byggingu
kirkjunnar nýju í Grundarfirði. En þar var hins vegar hitt,
að þar í þorpinu hafði ekki áður verið kirkja, en þörfin
orðin brýn og búningsbót hin mesta ungu og ört vaxandi
byggðarlagi að eignast sinn helgidóm.
Þetta skildu stjórnarmenn í Breiðfirðingafélaginu vel,
þegar þeir komu þangað í heimsókn eða fréttu af þessum
framkvæmdum.
Það varð því að ráði, að haustið 1957 snemma í septem-
ber fjölmennti Breiðfirðingafélagið í skemmtiferð vestur
í Grundarfjörð, hafði þar veglega skemmtisamkomu og
gaf allan hagnað af henni til kirkjubyggingarinnar á staðn-
um.
Ennfremur hét Snæbjörn Jónsson frá Sauðeyjum að gefa
prédikunarstól til kirkjunnar til minningar um æskuunn-
ustu sína, Þórunni, eins og áður er sagt.