Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 32
30
BREIÐFIRÐINGUR
Ólafur Jóhannesson, kaupmaður, er einn þeirra, sem
lengst hefur verið í stjórn, sem meðstjórnandi og oft vara-
formaður.
Hann er hugsjónamaður, listskyggn og ungur í anda,
hugkvæmur og ódeigur að láta skoðanir sínar í ljósi. Er
hann oft valinn formaður nefnda ekki sízt til ferðalaga og
fésýslu t. d. viðvíkjandi landeign Breiðfirðingafélagsins í
Ölfusi.
Hefur hann þá gjarnan undirbúnings- og umræðufundi
á heimili sínu Grundarstíg 2, og þá njóta allir, sem að
vinna frábærrar gestrisni og góðvildar hans hugþekku og
göfugu konu Guðrúnar Sigurðardóttur frá Stokkseyri. En
hún hefur verið ein helzta tengdadóttir Breiðfirðingafélags-
ins, ef svo mætti segja, og oft hefur það notið margs og
mikils af félagsþroska hennar og frábærs myndarskapar
og rausnar, ekki sízt gagnvart samkomum fyrir eldra fólk,
jólafagnaði og ferðalögum.
Steingrímur Guðjónsson, forstjóri, hefur verið gjaldkeri
félagsins hin síðari og síðustu ár þessa þriðja áratugs.
Hann er gjörhugull og reglusamur í því embætti og gætir
vel þess fjár, sem félaginu ber bæði til innheimtu og út-
gjalda.
Hið sama má segja um Halldór Magnússon, sem sýnt
hefur elju og þrautseigju í félagsstarfi síðustu árin, eink-
um við undirbúning funda og skemmtana.
Enginn mun hafa verið ritari oftar né lengur en Astvald-
ur Magnússon, en um fjölda ára var hann alltaf ritari á
aðalfundum félagsins.. Rithönd hans er fágæt að lipurð og
látlausri fegurð og auk þess mjög læsileg og vitnar um
sanna menntun.