Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 78
76
BREIÐFIRÐINGUR
breiðfirzk fræði frá fyrstu tíð. Hvar ætti fremur að vera
hægt að finna allt, sem varðar sögu og fróðleik um Breiða-
fjörð en í safni Breiðfirðingafélagsins.
Það má því öruggt telja eitt af framtíðarverkefnum fé-
lagsins að efla safn sitt og auðga að verðmætum bókmennt-
um, sem Breiðafjörð varða á einhvern hátt.
Allt frá Snorra Sturlusyni og fram á þennan dag hafa
öndvegishöldar tungunnar við Breiðafjörð haldið til jafns
við þá beztu á þeim vettvangi. Flateyjarbók, Snorra-Edda
og Selskinnskistan hans Gísla Konráðssonar í Flatey gætu
verið tákn og undur þess, sem Breiðfirðingafélagið gæti
gert á þessu sviði í framtíðinni.
Ekki má gleyma hugmyndum líkt og húsmæðraskóla og
kapellu á Helgafelli, sem helgað yrði minningu Guðrún
Osvífursdóttur eða Snorra goða.
Allt slíkt eru framtíðarauður í verkefnum Breiðfirðinga-
félagsins.
Þá má og minna á landeign félagsins í Hveragerði, sem
fengið hefur með árunum og frá upphafi nafnið Friðland
Breiðfirðingafélagsins, en var raunar nefnt Heiði, það eru
3 hektarar að stærð, afhent 2. okt. 1945.
Kannske á eftir að verða þar ofurlítill Edenslundur til
sýnis útlendum og innlendum ferðamönnum sem tákn þess,
hvað fegurst er hægt að rækta á Islandi og jafnframt mótel
til hvíldar og hressingar þeim, sem þar vildu nema staðar
um stund úr ysi og glaumi hversdagslífsins.
Eitt er víst, að félagið ætti að heiðra gefandann, Sigurð
Sveinsson, fyrrv. garðyrkjuráðunaut Reykjavíkurborgar,
sem upphafsmann óþrjótandi verkefna fyrir félagið í fram-
tíðinni, ef rétt væri á haldið.