Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 59
BREIÐFIRÐINGUR
57
Hann sýndi alltaf mikinn áhuga fyrir öllum félagsmál-
um, framgangi þess og heillum, gat verið harður og óvæg-
inn í málflutningi, ef honum fannst slælega unnið og af
sér dregið.
En hins vegar sást hann ekki fyrir um gestrisni og höfð-
ingsskap, ef því var að skipta, bauð oft heim heilum hópum
og þá til dýrlegrar veizlu, einkum eftir vel heppnaði fundi
og ferðalög. Hann var gæddur miklum metnaði, tryggð og
drenglund að hætti fornra, breiðfirzkra höfðingja og ör-
læti hans átti sér engin takmörk.
Oft gekk hann fram fyrir skjöldu einkum í „húsakaupa-
máli“ félagsins og eggjaði fast að duga vel á erfiðum
stundum, og fordæmi hans leyfði þá engum að lyppast
niður.
Honum gekk illa að skilja þá, sem yfirgáfu félagið, hvort
heldur af misskilningi, andúð eða tómlæti, sem hann svo
nefndi, og oft þegar hann talaði af eldmóði og krafti um
málefni og hugsjónir félagsins, fannst á, að honum var
stefna þess heilög og hagur þess sem hans eigin, og orð
hans vermdust af átthagaást og innlifun alls, sem breið-
firzkt var í minningum og metnaði, svo nálgast gat ofstæki.
Þannig er Snæbjörn einn hinna eftirminnilegustu félaga
bæði lífs og liðinn. Hann gegndi ýmsum störfum í þágu
félagsins, en lengst gjaldkerastörfum og innheimtu og
hlífði sér lítt við því sem erfiðast þótti.
Hann fæddist 15. júlí 1893 og andaðist í Kaupmanna-
höfn 17. sept. 1962.
Breiðfirðingafélagið áskildi sér þann heiður, að annast
útför hans. En ári áður en hann lézt hafði liann lokið
við að smíða listrænan grip, prédikunarstól, sem hann gaf