Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 55
BREIÐI’IRÐINGUR
53
En samt eru báðir þessir menn vel að heiðrinum komnir,
hvor á sinn hátt: Annar með margra ára þrotlausu starfi
í þágu listarinnar við æfingar Breiðfirðingakórsins, en þær
komust upp í 92 árlega, þegar mest var. Hinn með leiftur-
sókn persónulegra töfra og áhrifa, sem Breiðfirðingur frá
fjarlægri heimsálfu.
Frá heimsókn hans í félagið segir í fundargjörð frá
árinu 1944, 2. nóv. á þessa leið:
Valdimar Björnsson hóf þá mál sitt, en hann er sjóliðs-
foringi í ameríska hernum og foreldrar hans bæði úr
Hörðudal í Dalasýslu.
Hann talaði á svo góðri íslenzku, sem væri hann fædd-
ur og uppalinn Dalamaður.
Talaði hann um aðstæður Islendinga í Vesturheimi,
hvernig þeir lifðu og störfuðu í samstarfi og kynningu.
Hann sagði frá því, hvernig gamalt fólk hugsaði heim
til gamla Fróns og hvernig íslendingar hefðu staðið þarna
í stöðu sinni í nýju landi.
Tilnefndi hann ýmis dæmi um dug þeirra og trúmennsku,
drenglund og frama, og nefndi merka menn og framúr-
skarandi af íslenzkum ættum vestra svo sem doktor Brand-
son hinn mikla og fræga lækni úr Breiðafjarðardölum.
Erindi hans þótti eitt hið allra snjallasta, sem nokkru
sinni hefur verið flutt á félagsfundum og var það þakkað
með mikilli hrifningu."
Þannig lifir minningin um þennan merka og snjalla
gest, fyrsta heiðursfélagann, sem nú er fylkisstjóri í Amer-
íku, og aldrei aftur hefur komið á fund Breiðfirðingafé-
lagsins eða samkomur þess. Þar er vík á milli vina.
Gaman væri, ef hann ætti afturkvæmt til íslands, að