Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 68
66
BREIÐFIRÐINGUR
Eigi Breiðfirðingafélagið ekki að dvína brott í straum-
elfi tímans, verða eftirkomendur að vinna í anda og krafti
þeirra minninga, sem frumherjarnir skildu eftir og njóta
þess arfs, sem þeir fengu frá þeim.
Það verður bezt gert með sístarfandi sjóðum, sem ann-
ars vegar er safnað í, hins vegar er veitt úr til að veita
samtíð hvers tíma uppfyllingu óska hinna fyrstu og liðnu
til aukins þroska og menningar.
Gleymið því ekki Minningarsjóði Breiðfirðinga.
Hjálparstarfsemi.
Eitt af því sem jafnan hefur einkennt þarm blæ, sem
störf og framtak Breiðfirðingafélagsins hefur sýnt, er
samúð með bágstöddum og aðstoð við þá, sem til þess
bafa leitað.
Það hefur samt aldrei starfað beinlínis sem líknarfélag,
og má auðvitað segja um þess báttar, að vandi er að þekkja
þurfamanninn og erfitt að leggja út í víðtæka hjálparstarf-
semi, vegna þess, hvar setja skuli takmörkin gagnvart þeim,
sem hjálpar gætu beiðzt.
Af slíkum störfum félagsins opinberlega og í stórum
stíl má fyrst nefna söfnun til Björgunarskútusjóðs Breiða-
fjarðar, en hann hafði einmitt verið stofnaður af einum
forgöngumanna félagsins, Þorbirni Jónssyni og Svanhildi
konu hans með mikilli rausn, fimmtíu þúsund króna fram-
lagi.
Um nokkur ár virðist þar við sitja að mestu. En þá tók
Breiðfirðingafélagið til sinna ráða. Það gekkst fyrir sam-
tökum allra breiðfirzku átthagafélaganna: Barðstrendinga,