Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 130
128
BREIÐFIRÐINGUR
Sá sem bjó í Tanga hét Hjálmar, faðir Þórðar, sem lengi
bjó á Skildi í Helgafellssveit, hann var járnsmiður, en sá
sem bjó í Búðarnesi hét Andrés, faðir Hannesar, sem lengi
var skútustjóri í Stykkishólmi, og þeirra systkina. Þessi býli
lögðust undir Viðvík þegar faðir minn fluttist þangað.
Búðarnes var talinn fyrsti verzlunarstaður þeim megin
Breiðafjarðar.
Ég man eftir þegar ég var krakki, þá kom skip fullt af
vörum, sem var skipað þar upp og fluttar inn í Stykkis-
hólm. Skipið komst ekki inn á höfnina fyrir ís. Vörurnar
átti Bjarni Jóhannsson, kaupmaður og útgerðarmaður í
Stykkishólmi.
Ég man líka eftir tóftum í Búðarnesi, þar sem faðir minn
geymdi hey á vetrum, sem kom úr eyjunum. Það var eins
konar forðabúr fyrir þá, sem urðu heylausir á veturna.
Faðir minn átti „Melrakkaeyjar“ á móti Árna P. Jónssyni,
kaupmanni og útgerðarmanni í Stykkishólmi. Hann var
eftirmaður og arftaki Bjarna Jóhannssonar, sem að framan
getur, því hann giftist ekkju hans, Maríu Sigurðardóttur,
myndar húsmóður og hefur hún líklega ekki fundið „hjóna-
bandssæluna“ fyrr en með honum, því hann var valmenni
mikið og drengur góður, sagði faðir minn, en Bjarni var
talinn harður í horn að taka og hrottamenni.
Það var gott búsílag, sem kom úr þessum eyjum eins og
fleirum á Breiðafirði.
Ég man eftir mörgum pokum af dún og fiðri, sem lagt
var inn í verzlun í Stykkishólmi ár hvert, svo og öllum
eggjunum, sem komið var með í bölum og fötum, þegar
leitað var. Kríuegg mátti aldrei taka, þær ræktuðu landið,