Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 122
120
BKEIÐFIRÐINGUR
maddömur, dannebrogsmenn og óðalsbændur eða svokall-
aðir eigineignarmenn.
Ekki er þó skipting í æðri og lægri, meiri menn og minni
alveg án athugasemda eða blint eftir striki. Heldra fólkið,
sem fallið er í drykkjuskap fær enn harðari dóma en hitt,
sem ekki er talið hafa vit, þekkingu eða manndóm til að
stjórna sér.
Annars fær vinnufólkið, hjúin og þó sérstaklega hið svo-
kallaða lausafólk fremur slæm ummæli. Lausamennska er
talin ganga glæpum næst, og mikil vandræði sögð af því
stafa fyrir fátæka hændur og presta að geta ekki vistráðið
öll hjú árlangt, að minsta kosti, fyrir lítið sem ekkert kaup.
Og hjúin eru sögð svörul, heimtufrek og kostavönd, og
lausamennskan, það er að segja frelsi til vistráðninga og
kaupkröfu, er talin eyðileggja alla forsjá og fyrirhyggju
jafnvel hinna beztu hænda og húsfreyja.
Annað atriði í aldarhætti, sem endurspeglast í orðum
Gests Vestfirðings, þótt af öðrum toga sé spunnið, eru hin
hryllilegu slys og sóttir, sem þjaka og þjá og skapa sífellt
öryggisleysi, ótta og nær stöðuga örvinglun.
Mislingar og barnaveiki leggja tvo þriðju fæddra harna
í gröfina á fyrstu árum ævinnar. Þetta er þó ekki beinlínis
sannað, en skín í gegnum fréttir og frásagnir. Hins vegar
sýna kirkjubækur samtímans, að svona var það.
Sjóslysin, sem verða á litlum, illa útbúnum fleytum,
sem lagt er út í storma og hríðar vetrarins, leggja einnig
tugi og hundruð ungra manna til hinztu hvílu í vota gröf
við svarta sanda og skilja eftir fjölda heimila, já, heil
byggðarlög forsjár- og fyrirvinnulaus.
Þetta telur Gestur að megi laga með vandaðri skipastóli