Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 89
BREIÐFIRÐINGUR
87
mikil vinna og stundum erfið af því að lesendahópur er
nokkuð á dreif. Og er þess áður getið, að ekki mun svo
lengur hægt.
Ritstjórar Breiðfirðings hafa verið:
1. Jakob Jóhannesson Smári, skáld, en með honum í
ritnefnd Guðmundur Jóhannesson og Gunnar Stefáns-
son, forstjóri.
2. Jón Sigtryggsson, cand. phil. og með honum til fram-
kvæmda Magnús Þorláksson, símamaður.
3. Gunnar Stefánsson, forstjóri og með honum til fram-
kvæmda Kristján Lýðsson.
4. Stefán Jónsson, námstjóri og framkvæmdastjóri Sig-
urður Hólmsteinn Jónssoo.
Sr. Arelíus Níelsson síðan 1954, en með honum hafa
starfað við ritið Jón Júl. Sigurðsson, deildarstjóri Lands-
bankans í mörg ár og síðast frú Sigríður Húnfjörð.
Breiðfirðingur hefur flutt fjölbreytt efni bæði í bundnu
og óbundnu máli, og einkum frásagnir og greinar um allt,
sem snertir Breiðafjörð, sögu fólksins, mennt þess og sér-
kenni, ferðaþættir og staðalýsingar.
Og nú flytur þetta hefti sögu félagsins frá upphafi, en
þó sérstaklega síðustu tuttugu áranna.
Hér er því ástæðulaust að gera nánar grein fyrir efni
ritsins þennan aldarfjórðung.
Þar er sjón sögu ríkari og skulu allir félagsmenn hvattir
til að fá ritið frá upphafi og eiga það sem tákn um átt-
hagaást sína og félagsþroska.
Þess mun engan iðra, sem kaupir. Ritið fæst allt með
mjög sanngjörnu verði í Breiðfirðingabúð.