Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 83
BREIÐFIRÐINGUR
81
Þar þótti borðhald bæði langt og strangt þótt ræðumenn
væru hver öðrum betri, en þeir voru Sig. Hólmsteinn Jóns-
son, sem sagði sögu félagsins, Friðjón Þórðarson, sem flutti
minni Breiðafjarðar, Stefán Jónsson, námstjóri minni
kvenna og Guðrún Sigurðardóttir og Guðrún Bjartmarz,
sem færðu að gjöf og afhjúpuðu nýjan félagsfána, hinn
fegursta grip, handunninn af konum handavinnudeildar,
auk formannsins sr. Árelíusar, sem jafnframt var veizlu-
stjóri og þurfti einnig að þakka og heiðra tvo menn, sem þá
voru gjörðir að heiðursfélögum, þá Snæbjörn Jónsson og
Óskar Bjartmarz. En þeir fluttu einnig ræður.
Að lokum var svo kabarett, útlendur, og að sjálfsögðu
dans.
Hóf þetta var fjölsótt og hvert sæti setið í húsinu. Og er
það að vissu leyti gott sem dæmi um afmælishátíðir og árs-
mót, sem eru raunar oftast í sjálfri Breiðfirðingabúð, en
þar líkar ekki vel við aðstæður, sem útheimta tvískiptingu
þátttakenda, en það líkar ekki vel.
í skemmtinefndum hafa margir verið, en fáir oftar
en Alfons Oddsson, sem með lipurð og hóglæti leysir sína
þjónustu af höndum.
En enginn skemmtun þykir ná hámar'ki fyrri en hver
snýst í vals með sína frú, og Breiðfirðingar endast flest-
um lengur í fjörugan dans, þótt árum fjölgi og hárin gráni.
Engin danspör eru ógleymanlegri en Óskar og Guðrún
Bjartmarz, sem alltaf virðast skemmta sér eins og nýtrú-
lofuð, áður en þau hafa opinberað, svo mjög njóta þau þess
að vera saman.
Aldrei hafa samkomur félagsins hin síðari ár þess haft
annan eins „charma“ og verið eins „aristokratiskar“ og hin
L