Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 27
BREIÐFIRÐINGUR
25
Barðastrandarsýsla eigi þar lengst hlut að máli og þó
einkum „Eyjarnar“.
Frá upphafi hafa formenn þaðan verið fjórir af 7 alls
og ráðið samanlagt í 23 ár af þessum 30 árum félagsins.
Ekki er því hægt að segja, að togstreyta eða hreppapólitík
hafi ráðið í stjórnendavali, því að alltaf hafa sýslurnar átt
jafnmarga hver í stjórn, auk formanns, en hann er kosinn
sérstaklega af þeim, sem aðalfund sækja, og úr hópi þeirra
allra, sem eru í boði hverju sinni.
En lengst af þessum 30 árum hafa verið 10 í stjórn,
í senn, formaður og þrír úr hverri sýslu, nú eru aðeins 7
í stjórninni.
Frá 1947—1951 var Sigurður Hólmsteinn Jónsson
blikksm.meistari frá Flatey formaður Breiðfirðingafélags-
ins. Fæddur í Flatey og uppalinn þar.
Hann sameinaði marga þá kosti sem beztir þykja í fram-
komu og skapgerð stjórnanda í félagi, sem telur svo sund-
urleitan hóp fólks. Háttvís og lögvís, röggsamur og lipur
í senn, léttur í máli, glaðlegur en þó fastur fyrir, höfðing-
legur í útliti og framkomu, en án alls hroka. Mun stjórn
hans og Jóns Emils hafa verið vel fallin til að lægja öldur
þær, sem myndazt höfðu á árunum þegar félagið skiptist
og Barðstrendingafélagið var stofnað 1945.
Næst Sigurði tók frændi hans og systursonur Jón Júlíus
Sigurðsson deildarstjóri Landsbankans við formennsku í
eitt ár. Hann var einnig röggsamur formaður og reglu-
samur fundarstjóri, sem hafði sérstakan áhuga fyrir vissum
þáttum í starfsemi félagsins eins og útkomu Breiðfirðings,
Bridge-deildinni og útvarpskvöldvökunni. Myndarskapur
hans, glæsimennska og fyndni í orðum verkaði mjög vel á