Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 82
80
BREIÐFIRÐINGUR
og fámenn. Og hið sama má yfirleitt segja um flestar al-
mennar skemmtisamkomur félagsins.
Samt er alltaf vel til þeirra vandað og oft hafa beztu
skemmtikraftar borgarinnar verið fengnir til starfa. En
ekkert virðist duga. Ennfremur hafa félagsmenn sjálfir
trkið fyrir að skemmta, en því miður fyrir þunnskipuðum
sætum, þótt segja megi til verðugs lofs að vel hafi tekizt
með skemmtiefnið í framsögn, söng og kappræðum, mælsku-
keppni og kveðskap.
Flestar tilraunir stjórnarinnar til skemmtanahalds hafa
strandað á fámenninu, þótt félögum hafi ekki fækkað að
ráði hin síðari ár.
Líklega mundi helzt til ráða, að hafa þrjár almennar
skemmtisamkomur auk árshátíðar. Og ætti þá hver sýsln-
anna þriggja að sjá um hverja og keppast um, hver bezt
yrði sótt, en verðlaunum mætti svo heita þeirri skemmti-
nefnd er sigraði.
Ef til vill stafar þetta fálæti félaga af of litlu samstarfi
á öðrum sviðum t. d. í fjáröflun og framlögum. Of margs
er krafizt en of fáu fórnað.
Það ann enginn því, sem hann engu þarf fyrir að fórna,
og því meira sem gefið er, því meiri verður umhyggjan.
Arshátíðir og afmælishóf hafa oftast verið mjög fjöl-
sótt og sá þáttur starfsins, sem flestir minnast sem mikilla
fagnaðarstunda, nema þegar borðræður hafa bæði með
fjölda og lerigd ofboðið öllum bæði á líkama og sál.
En nú orðið er reynt að miða við sem stytztan veizlutíma,
svo enginn þurfi að þreytast. Síðasta sinn, sem kvartað var
að ráði var á 20 ára afmælinu 1958, en það var í Glaumbæ
22. nóv. það ár.