Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 58
15 R E I Ð F ] K Ð I N G U R
56
Sr. Ásgeir var góður félagi, hugsjónaríkur, framsýnn
og duglegur.
Þar hefur Breiðfirðingafélagið í Reykjavík mikið að
þakka.
Hann var lengi formaður í hlutafélaginu Breiðfirðinga-
heimilið og stjórnaði af röggsemi, festu, framsýni og gætni,
enda var lionum sýnt um öll fjármál af þeirri sparsemi,
aðgætni, stórhug og forsjálni, sem löngum hefur einkennt
íslenzkan höfðingsskap.
Næsti heiðursfélagi, sem valinn var við brottflutning
sinn úr borginni er Guðbjörn Jakobsson, en hann hafði frá
upphafi félagsins verið einn ötulustu starfsmanna þess, og
gegnt þar flestum trúnaðarstörfum um eitthvert skeið öðr-
um en formennsku. Var lengi ritari og enn lengur gjaldkeri.
Reyndi félagið á ýmsan hátt að votta honum þakklæti
sitt og virðingu með heimsóknum og aðstoð, meðan hann
átti í byrjunarörðugleikum í nýjum heimkynnum uppi í
Borgarfirði.
Þótt nú séu 14 ár frá því að Guðbjörn Jakobsson flutti
burtu og hvarf þar með frá starfi í félaginu er hans enn
minnzt þar af mörgum, sökum frábærrar elju, fórnfýsi og
áhuga á frumbýlingsárum félagsins.
Á 20 ára afmæli Breiðfirðingafélagsins, sem var haldið
í Glaumbæ við Fríkirkjuna 17. nóv. 1958, voru tveir menn
gerðir heiðursfélagar.
En það voru Snæbjörn Jónsson, húsgagnasmíðameist-
ari frá Sauðeyjum og Oskar Bjartmarz, skrifstofustjóri frá
Brunná.
Snæbjörn Jónsson var einn af forgöngumönnum um stofn-
un félagsins og virkur hugsjónamaður þegar frá upphafi.