Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 17
BREIÐFIRÐINGUR
15
húsakynnum með meiri reisn en um langt skeið. Undirrit-
aður vill nota þetta tækifæri og þakka fyrir hönd skóla-
ráðsins þann skilning og hlýhug í garð Staðarfellsskólans,
sem komið hefur fram með árlegum viðurkenningum til
nemenda, er fram úr hafa skarað. — Hafi stjórn Breið-
firðingafélagsins hjartanlegar þakkir fyrir þessa lofsverðu
framtaksemi.
Saga skólamála í Dalasýslu er nú bráðum saga heillar
aldar — með sigrum og ósigrum eins og gengur. Ólafsdals-
skólinn var stofnaður 1880.
Yngsti sprotinn og ekki alls óskyldur á meiði menningar-
stofnana sýslunnar er elliheimilið að Fellsenda í Miðdöl-
um. Þar var fyrir lofsverða ræktarsemi Finns sáluga Ólafs-
sonar, kaupmanns, hrundið merku máli í framkvæmd —
stofnun, sem of víða vantar enn í byggðum landsins.
Af framansögðu er ljóst, að saga síðustu þrjátíu ára er
rituð margþættari þáttum breytinga í okkar byggð, en
dæmi eru til áður.
Maður, sem fyrir þrjátíu árum hefði farið tvítugur til
annars lands og væri í dag að koma heim í hérað sitt aftur,
myndi koma margt ókunnuglega fyrir sjónir. Svo hröð hef-
ur framvinda síðustu þrjátíu ára verið, jafnt í atvinnuhátt-
um, sem menningarlegum málefnum. En við heimamenn,
sem tekið höfum þátt í þessari sókn breyttra þjóðlífshátta
— vitum í dag ekki nógu vel hversu horfir. — Trúin á
landið, gæði þess og möguleika er ekki hin sama og í
huga aldamótamannsins. Það fer að vonum. Þar liggja
margar ástæður að, og verða þær ekki hér raktar.
Svo kann að fara, að ævintýri rányrkjunnar í sjónum,
sem á köflum hefur fært okkur skjótfengan gróða, sé senn