Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 91
BREIÐFIRÐINGUR
89
Ekki löngu síðar tók Gunnar Sigurgeirsson, píanóleik-
ari, við æfingunum og stjórn kórsins og vann þar mikið
og fagurt brautryðjendastarf og sjálfboðastarf endurgjalds-
lítið árum saman.
Hann var því þegar á fyrstu árum félagsins gjörður
heiðursfélagi þess, og sýnir það nokkuð þá ánægju og
skilning, sem þessi starfsgrein varð aðnjótandi.
Fyrsti formaður kórsins sem starfsdeildar var Davíð
Grímsson, sem sýndi mikinn áhuga á allri aðstöðu og
framförum félagsins ekki sízt því, sem listrænt var.
Æfingar fóru fram í Landakotsskóla, og var sú aðstoð
veitt ókeypis af Meulenberg biskiupi. An þess eru litlar
líkur til að þetta starf hefði blómgazt, þar eð félagið var
algjörlega húsnæðislaust á þeim árum.
Ekki mun fara af því tvennum sögum, að kórinn var sú
félagsdeild, sem allir elskuðu og dáðu. Og enn má heyra
fólk, sem hlakkar til að hlusta á plötur í útvarpinu, sem
Breiðfirðingakórinn hefur sungið inn á, t. d. „Litla skáld
á grænni grein.“ Þá er sem ljúfir heimar horfinna sól-
skinsstunda ljúkist upp og vorin, sem horfin eru í bláinn
komi aftur og gægist brosandi um bæinn.
Þó eru nú fimmtán ár síðan kórinn söng síðast opin-
berlega. En þá fór hann í sína síðust söngför til Breiða-
fjarðar og söng þar í þorpum og sveitum, meðal annars í
Olafsvík, Stykkishólmi, Bjarkalundi og víðar. Raunar var
þessum hugþekka söngflokki vel tekið, en þó voru áheyr-
endur víðast hvar fremur fáir og fór það lítt að verðleik-
um og olli nokkrum vonbrigðum og sársauka.
En enginn viðstaddra mun gleyma þeirri hljóðlátu
hrifningu, sem gagntók marga undir söngnum, einkum er