Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 115
BREIÐFIRÐINGUR
113
En þessir menn héldu sín þing að fornum sið á fögruin
stöðum í faðmi sinna dala og fjarða, og þeir gáfu út sitt
tímarit að hætti hinna nýju tíma. Og þetta tímarit áttí sér
ekki langa göngu, en það var algjörlega borið og barnfætt
á Islandi og þeim mun áhrifameira, sem það kom styttri veg.
Og það átti góða að. Ritstjórar þess sáu og skildu vel,
hvar fjötrar lágu þyngst og sárast á þessari fátæku og fá-
mennu þjóð.
Þeir sáu, hvað þurfti að segja og gera, til að vekja til
dáða og hrekja brott heimsku og fordóma. Þeir fundu, að
hvorttveggja þurfti að fylgjast andleg reisn, hugsun og
þekking og efnislegar umbætur bæði á sjó og landi.
Og þeir sáu og viðurkenndu, hvar hættan var mest. Is-
lendingar voru ekki einungis kúgaðir af erlendu valdi, sem
ekki skildi aðstæður þeirra og eðlisfar, þeir voru ekki síð-
ur í eigin fjötrum drykkjuskapar og dusilmennsku, sem
kreppti hugsun og glæsileika í herfjötra öllum hafís verri.
Þetta varð að benda á af fullri einurð og hreinskilni.
Fjötrar skyldu höggnir, og sárin eftir þá skyldu síðan
grædd, en þau sviðu ægilega, og margir mundu kveina, já,
jafnvel flýja land meðan þjóðin væri að vakna til vitundar
um eigin hag og sitt eigið hlutverk.
Og tímarit Vestlendinga og þó nánast sagt Breiðfirðinga
hét: Gestur Vestfirðingur. Og erindið litla, ljóðlínur þær,
sem ég hóf mál mitt með þessu sinni voru einkunnarorð
þessa tímarits:
Hef þú nú Gestur, göngu þína
um fósturfold og fréttir tjáðu.
Fróðleiks og mennta frömuður vertu,
kurteis með einurð kynn hið sanna.