Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 30
28
BREIÐFIRÐINGUR
ugri öllum háttum og málefnum bæði inn á við og út á
við, sem félagið varða. Hann hefur einnig manna mest
haft samband við stjórn Breiðfirðingaheimilisins og þann-
ig beint og óheint af efnahag félagsins, hagsýnn og ráð-
snjall um hagræðingu eignanna, sem nú eru ekki litlar.
Enginn er hann byltingamaður og lítt gefinn fyrir nýj-
ungar, en bjargtraustur, góðviljaður og hagsýnn.
Sem fundarstjóri og stjórnandi er hann hæglátur og
hljóður, en þó ákveðinn og réttsýnn. Hann hefur oft fundi
á heimili sínu og þá af mikilli gestrisni og kurteisi af
hálfu húsfreyju hans, en bjart bros þessa fallega, unglega
foringja með ljóst hár og æskuroða í vöngum vekur vel-
líðan allra, sem þessara samfunda njóta.
Hér hefur nú í stuttu máli verið gerð grein fyrir aðstöðu
foringjanna í Breiðfirðingafélaginu. En þar koma fleiri
við sögu og kannske sumir af sízt minni drengskap og
fórnarlund en formenn þess, þótt ágætir séu. Og verður
vandi að geta þeirra, sem þar hafa bezt gert svo verðugt sé.
Auk þeirra formanna, sem hér eru sérstaklega nefndir hafa
þrír menn stjórnað Breiðfirðingafélaginu um stundarsakir.
En þar má fyrstan nefna Friðgeir Sveinsson, ungan gáfu-
mann með mikla forystumannshæfni, sem kosinn var til
formanns í febrúar 1952, en lézt við hörmulegt slys í maí
sama ár.
Hans var saknað mjög og leitaðist félagið við að sýna
samúð og virðingu sína eftir föngum.
Að Friðgeiri látnum tók Jón Sigtryggsson, aðalbókari,
að sér formennskuna um tíma, en árið 1951 til 1952 hafði
Guðmundur Einarsson, sem nú er látinn fyrir nokkrum ár-
um verið formaður.