Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 92
90
BREIÐFIRÐINGUR
sunginn var „Astarsælan er skammvinn“ eftir Martini, en
þar hafði Friðjón Þórðarson, nú sýslumaður í Stykkishólmi,
ort ljóðið, en Kristín Einarsdóttir frá Rúffeyjum söng ein-
sönginn í laginu.
Þá var sem allt hið ljúfasta frá liðnum dögum svifi fyrir
hugarsýn með skuggum og skini, sem hvorttveggja vakti
unað og angurblíðu.
Gunnar Sigurgeirsson, píanóleikari, stjórnaði kórnum í
þessari ferð sem oftast áður af sérstakri smekkvísi og fág-
aðri hófstillingu, sem fáum er veitt.
En sr. Árelíus Níelsson var með í ferðinni og ávarpaði
áheyrendur á öllum viðkomustöðum með sérstöku ávarpi
á hverjum stað eftir því sem við þótti eiga. Um 70 manns
munu hafa tekið þátt í ferðinni ásamt kórnum.
Það varð mörgum sárt, að kórinn skyldi ekki geta haldið
áfram störfum. En til þess lágu ýmsar orsakir, meðal annars
erfiðleikar með æfingar svo margs fólks í sundurleitum
hópi frá margs konar störfum, skortur fjár, þegar eitt-
hvað þurfti að borga, en þó síðast en ekki sízt, að nú réðist
Gunnar Sigurgeirsson sem organleikari til Háteigssafnaðar
og gat því ekki sinnt þörfum kórsins á sama hátt og áður.
En vandfundinn var sá, er gengi í hans spor bæði að snilli
og fúsleika, fórnarlund og lipurð.
Reynt var þó nokkrum sinnum, en enginn fékkst, svo
þokaði málefni kórsins í haksýn og gleymdist í umróti
daganna.
Nú er minningin um þennan síðasta átthagasöngflokk
borgarinnar orðið eitt með bergmáli fjallanna heima, ilmi
vorgolunnar og hjali lindanna, orðið bergmál hins liðna,
þeirrar æsku, sem aldrei kemur aftur, en fer um vitundina