Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 36
34
BREIÐFIRÐINGUR
Og öllum landsmönnum gæti orðið sá staður kær, hug-
þekkur og helgur.
Það er því margt, sem bendir í þá átt, að Breiðfirðinga-
heimili verði naumast til langrar framtíðar í Breiðfirð-
ingabúð. Og mun það verða eitt af næstu verkefnum fé-
lagsins að hugleiða og framkvæma, hvað hentugast er við-
víkjandi þessari stóreign sinni og ráðstafa henni á hag-
kvæman hátt.
Eitt er víst, aldrei hefur íslenzkt átthagafélag átt annað
eins tækifæri, né haft ástæðu til að vera þakklátt framsýn-
um rausnarlegum höfðingjum, sem lögðu því slíkan horn-
stein og gáfu þvílíkt gæfuhnoða á brautum. Ánægjulegt er
þar að hugsa til manna, sem nú eru horfnir af sjónarsviðinu
eins og hins gestrisna og glaðkvika rausnarmanns Snæ-
bjarnar Jónssonar, húsgagnameistara frá Sauðeyjum, Jóns
Guðjónssonar, húsasmíðameistara og sr. Ásgeirs Ásgeirs-
sonar, prófasts í Hvammi, svo að einhverjir séu nefndir.
En Jón Emil Guðjónsson hreyfði málinu fyrstur á fundi
9. marz 1944, og má því teljast upphafsmaður þessa mikla
málefnis. Og þótt merkilegt megi virðast er það fætt í sam-
bandi við tvær aðrar hugsjónir, sem báðar fæddust feigar
þá. Hið fyrra er átthagasamband það, sem áður er nefnt,
en hitt er stofnun leikflokks og leikstarfsemi. En það hefur
varl akomið til orða nema þá, og aldrei verið stundaðar
leiksýningar í Breiðfirðingafélaginu. En þarna á það samt
mikið þessari hugmynd að þakka. Og vonandi á hún eftir
að verða virkur þáttur síðar meir, líkt og átthagasambandið.
Hér skal getið manns frá fyrstu árum þessara fram-
kvæmda við Breiðfirðingaheimilið, en það er Kristján
Guðlaugss, lögfræðingur. Þá má nefna Jón Guðmundsson,