Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 31
BREIÐFIRÐINGUR
29
Báðir voru þessir menn valinkunnir félagar og hugsjóna-
menn heiman úr Breiðafjarðardölum, en gátu vart gefið
sér tíma frá annríki til að vinna fyrir félagið eins og þeir
óskuðu og færðust því undan foringjahlutverkinu.
Hér skal svo að síðustu getið stjórnarmanns sem lauk
miklu og farsælu starfi, unz hann flutti brott úr borginni,
en það var Guðbjörn Jakobsson, ákaflega ötull og fórnfús
félagsmaður.
Ein kona hefur lengst átt sæti í stjórn Breiðfirðingafé-
lagsins, það er Sigríður Húnfjörð og mun enginn gleyma
hreinskilni hennar, einurð og dugnaði. Hún hefur oft tekið
að sér stjórn nefnda, sem starfað hafa að fjáröflun fyrr
á árum t. d. við sölubazara og undirbúning þeirra, enn-
fremur hefur hún af mikilli röggsemi staðið fyrir spila-
kvöldum og skemmtisamkomum og verið veitandi og leið-
beinandi í Heiðmerkurferðum, því að hún er mikill gróður-
unnandi og garðræktarkona.
Svipað má segja um Alfons Oddson, sem lengst mun
hafa verið gjaldkeri félagsins hina síðari áratugi. Það
munu ótalin þau störf einkum til undirbúnings og forstöðu
við skemmtifundi, árshátíðir og samkomuhald, sem hann
hefur haft forystu og forsögn af snurðulausri trúmennsku,
fórnfýsi og yfirlætislausum myndarskap.
En þau hjónin, Alfons og Sigríður, hafa lengi verið
meðal traustustu og áreiðanlegustu félagsmanna, sífellt
reiðubúin að fórna bæði tíma og kröftum til starfa, og auð-
velt er að finna, hvernig átthagaást lians skapar birtu og
varma við öll viðfangsefni hans félaginu til handa. Al-
fons er alltaf boðinn og búinn til starfa, jafnvel þar sem
öðrum finnst erfitt og leitt.