Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 128
126
BREIÐFIRÐINGUR
blundinn, æðarfuglinn byrjar með sitt ú-hú-kvak og allt
morar af lífi. Þá var yndislegt á Breiðafirði.
Það var á svona degi þegar faðir minn, Árni Snæbjörns-
son, vakti okkur systurnar kl. 5 um morgun, því nú átti að
fara fram í eyjar (Melrakkaeyjar) til að sækja heysátur,
sem búið var að binda deginum áður. Mótorbátur var feng-
inn og aftan í honum var dregið stórt uppskipunarskip og
aftan í því var sexæringur, sem ég var látin stýra. Þannig
voru allir stærri heyflutningar á Breiðafirði í þá daga. Eg
var 15 ára þegar þetta var.
Ferðin gekk vel fram í eyjar því veðrið var dásamlegt.
Svo var nú tekið til höndum og borið á skipin eins mikið
og hægt var. Það var um að gera að nota tímann vel, því
það átti að fara aðra ferð þennan sama dag.
Nokkuð af mannskapnum var skilið eftir til að halda
áfram að binda. Svo var lagt af stað. Fyrst mótorbáturinn
með fullt dekkið, svo stóra skipið eins og í það komst, síð-
an sexæringurinn sem ég stýrði, hlaðinn upp á mitt mastur.
Nú vildi svo illa til, að þegar komið var miðja vegi til
lands, þá slitnaði taugin og báturinn minn slitnaði aftan úr.
Nú varð að taka skjótar ákvarðanir.
Faðir minn kallaði hárri röddu: „Sigga mín haltu í horf-
inu, slepptu aldrei stýrinu og passaði að vera ekki hrædd.“
Síðan sigldu bæði skipin til lands, og burt frá mér. Nei! ég
ætlaði nú aldeilis ekki að vera hrædd eða vorkenna sjálfri
mér, þeir mundu bráðum koma aftur og ná í mig, ég
skildi það, að það var ekki hægt að sleppa stóra skipinu,
þeir hafa líklega ekki getað annað, hugsaði ég.
En heldur fór að grána gamanið, þegar selur rak