Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 75
breiðfirðingur
73
Tvær manneskjur, sem mikið láta almenn mennta- og
framfaramál til sín taka, þær Halldóra Bjarnadóttir, hinn
þekkti húsmæðrafræðari og Guðmundur Hagalín hinn vin-
sæli skáldsagnahöfundur, höfðu komið að máli við for-
mann félagsins, sr. Árelíus Níelsson, og talið mikla hættu
á, að skólinn yrði að hætta störfum, ennfremur væri bóka-
safn skólans í mikilli þröng.
Voru nú valdir menn í nefnd úr stjórn Breiðfirðingafé-
lagsins til að athuga málið, og voru það þeir Ástvaldur
Magnússon, Alfons Oddson og Kristinn Sveinsson.
En þetta var í september 1960. En fyrir áramót lögðu
þeir fram tillögur um, að næsta útvarpskvöldvaka félags-
ins yrði helguð sögu og þó einkum forsögu skólans, og
samtal um starfshætti og kennslu tekið upp þar vestra og
flutt í þætti félagsins.
Ennfremur var lagt til, að félagið gæfi út smárit með
myndum og upplýsingum um skólann, og síðar bættist við,
að félagið legði fram fjárupphæð, svo veita mætti verð-
laun árlega fyrir námsafrek í skólanum.
Ákveðinn maður á vegum félagsins skyldi veita allar
upplýsingar varðandi Staðarfellsskóla þeim, sem áhuga
hefðu hér í borginni.
Þetta komst flest eða allt í framkvæmd strax um vorið
1961, og síðan hefur aðsóknin verið meiri en hægt hefur
verið að taka á móti og eru jafnan margar stúlkur á bið-
lista í umsóknum.
Auk þessara málefna, sem hér eru þegar nefnd, má nefna
mörg fleiri, sem komið hafa til umræðu og framkvæmda,
þótt ekki séu til lykta leidd.
Má þar fyrst minna á Björgunarskútumálefnið, en þar