Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 24
22
BREIÐFIRÐINGUR
jarðarást íslendingsins slævist og deyi brott, og hann geti
eins átt heima á breiðgötu heimsborgar og í dal sínum,
firði eða strönd. Einstaklingseinkenni og persónuleiki
hverfur og slípast af í verksmiðjum, skóla og stefna, tízku
og tildurs, og eftir verður átthagalaus íslendingur.
Að vísu verður þar heimsborgari, en varla Islending-
ur, því síður Breiðfirðingur framar. Það hefur auðvitað
kosti að vera heimsborgari. En heimsborgarinn verður því
aðeins maður manngildis og þroska, að hann varðveiti upp-
haf sitt og skapgerð, „síns heimalandsmót“, „geymi síns
sjálfs“ eins og skáldin orða það.
Veröldin verður fátækari, mannlífið hefur minna gildi,
ef allir eða flestir verða steyptir í sama mót, heflaðir og
pússaðir líkt og hlutir unnir í sömu vél, gervimenn, sem
elska ekkert sérstakt, án upphafs og endis, án staðar og
tíma í tilverunni, ef svo mætti segja.
í andófi gegn slíkri fátækt, í helgi einstaklingsins, þroska
hans og sérmótun felst gildi smáþjóða. En þær hafa vfir-
leitt haft forystuna í menningarsókn mannkyns, listum og
framförum, allt frá Grikkjum, Egyptum og Rómverjum til
forna og til ísraels og íslendinga nútímans, svo ekki séu
nefndar þjóðir eins og Danir, Svíar og Norðmenn, sem nú
verða að teljast smáþjóðir við hlið stórvelda, smáþjóðir,
sem geyma hins bezta í erfð mannkyns alls. Og í slíkri
mótun felst æðsta hlutverk átthagafélaga, sem skilja köll-
un sína, hugsjón þeirra og takmark í senn.
Því má einskis láta ófreistað til að efla sitt átthagafé-
lag og skapa þar þau skilyrði, sem laða jafnt yngri sem
eldri úr heimabyggð að félagsstarfi og mótun þess.