Breiðfirðingur - 01.04.1968, Blaðsíða 124
122
breiðfirðingur
taldir aumastir alls, sem lífsanda dregur, svo að segja má
þannig fáist heildaryfirlit að útlínum til í efni ritsins.
Hann segir: Bændastéttinni er ætlað að bera byrði lands-
ins að mestu, því óvíða munar það nokkru, sem lausamenn
og tómthúsmenn láta af hendi rakna fátækum til framfæris.
Bændastéttin á því að ala fátæka þurfamenn, gjalda öllum
stéttum og gegna fjölbreytinni þegnskyldu.
Um presta segir Gestur Vestfirðingur: Löngu eru liðnir
þeir tímar, sem kallaðir eru prestaöld. Þóttu það raunar
góð umskipti, þegar ráðríki og hérvilludómar klerka urðu
að fornaldarsögum og minningum. Þykir illt eitt fylgja.. .
Nú lítur svo út sem kjörum presta sé þann veg komið,
að helzt hafi þeir sér til viðurværis það, sem telja verður
leifar hinna fyrri tíma, af því sem brauðum hefur verið
lagt og gefið, en komizt hefur undan að verða konungsfé.
Fæstir alþingismanna þykjast sjá nokkur ráð til að bæta
kjör prestanna. En alþýða manna er farin að sjá, að ráða
þurfi bót á kjörum presta og enginn er bættari fyrir um-
komuleysi þeirra. Og er það munur eða áður, þegar hver
þóttist mestur, sem lengst gat komizt í svíðingshætti og nízku
og mest gat dregið af presti sínum með prettum.
Prestar hafa og tekið sér fram. Kenningu þeirra er hagan-
legar niðurraðað en áður, þegar ræður þeirra voru langar
og um efni, sem alþýða manna vissi hvorki höfuð né sporð
á, og lítið átti við þá staði og tíma, sem talað var.
Prestum er þó hætt við að verða ofdrykkjunni að bráð,
þar eð þeir verða að ferðast um sóknir sínar og vera lengi
að heiman votir, kaldir, svangir og klæðlitlir. Fæstir eiga
íveruföt stétt sinni sæmandi.